Myndaalbúm Lemúrsins geymir forvitnilegar ljósmyndir úr sögunnar rás. Flestar myndirnar eru frá opinberum stofnunum eða söfnum.

Sígarettusjálfsali sem kveikir í rettunni, 1931

Þetta er þarfaþing: Sígarettusjálfsalinn kveikir í sígarettunni. Auðveldari gæti það ekki verið! England,… [Lesa meira]

Simone de Beauvoir skýtur úr byssu

Franski rithöfundurinn Simone de Beauvoir skýtur á skotskífu í París í júní 1929. Lífsförunauturinn, heimspekingurinn Jean-Paul Sartre, horfir nokkuð kindarlegur á… [Lesa meira]

Barnaskóli Samúels, 1914

Hér sjáum við Samúel Eggertsson barnakennara, eiginkonu hans Mörtu E. Stefánsdóttur og nemendur í barnaskóla þeirra á Laugavegi.

 

Pétur Pétursson skrifar um þessa mynd:

 

„Meðal barnanna eru þó nokkur sem þekkjast við fyrstu sýn. Í efstu röð má greina Maríu Markan [óperusöngkonu]. Það sér ei nein þreytumerki á Maríu þótt hún eigi langa leið að sækja í skólann. Á þessum árum er faðir hennar, Einar Markússon, ráðsmaður Laugarnesspítalans. María… [Lesa meira]

Bresnjeff líst vel á kærustu Kissingers

Hér sést Leóníd Bresnjeff, aðal­rit­ari sov­éska komm­ún­ista­flokks­ins og æðsti leið­togi Sovétríkjanna, dást að bakhlið bandarísku leikkonunnar Jill St. John, þáverandi kærustu Henry Kissinger, en hún lék meðal annars í Bond-myndinni Diamonds are Forever. Til hægri stendur foreseti Bandaríkjanna, Richard Nixon. Lemúrinn kannast ekki við manninn fyrir miðju, en hann deilir bersýnilega áhuga Bresnjeffs.

 

Myndin var tekin árið 1973 á heimili Nixons í San… [Lesa meira]

Ófrýnilegur flóðhestur dregur vagn á eftir sér

Hér sést stór og mikill flóðhestur draga á eftir sér vagn með farþega. Myndin er tekin í sirkus í Bandaríkjunum sirka 1923-1924. Flóðhesturinn virðist ekkert sérlega ánægður með þetta… [Lesa meira]

Bresnjeff og síminn

Leóníd Bresnjeff, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins og æðsti leiðtogi Sovétríkjanna, talar í síma á skýlunni einni. Myndin er tekin seint í valdatíð hans, sennilega í lok 8.… [Lesa meira]

Hafnarfjörður, desember 1982

Hér sést yfir Hafnarfjörð í desember 1982. Ljósmyndin er geymd hjá Bandaríkjaher. Smellið á mynd­ina til að sjá… [Lesa meira]

Salvador Dalí áritar bækur, 1963

Spænski furðufuglinn og listmálarinn Salvador Dalí horfir upp í myndavél með svokallaðri fisheye-linsu á meðan hann áritar bækur í bókabúð árið 1963. Mynd eftir Philippe… [Lesa meira]

Söngflokkur, Írland, 1924

Írski söngflokkurinn The Humming Birds á góðri stundu árið 1924. (National Library of… [Lesa meira]

Reykjavík, desember 1982

Hallgrímskirkja er líkust stórri beinagrind á þessari mynd frá desember 1982. Myndin er geymd hjá Bandaríkjaher. Smellið á myndina til að sjá hana betur.… [Lesa meira]

Kasakar nítjándu aldar

Hér sjáum við auðugan nítjándu aldar Kasaka ásamt konu sinni. Þessi ljósmynd og þær sem fylgja voru teknar í mið-asíuríkinu Kasakstan á árunum 1870-1886. Á þessum tíma var verið að innlima Kasakstan í Rússneska keis­ara­dæmið. Landið var undir oki Rússa á einn hátt eða annan fram til upplausnar Sovétríkjanna 1991.

 

Tvær Kasaka-konur[Lesa meira]

Kona með húðflúr, 1907

Bandaríska konan frú M. Stevens Wagner, í kringum 1907. Eiginmaður hennar var… [Lesa meira]