Rúmenski kommúnistaleiðtoginn Nicolae Ceaușescu heimsækir Ísland 1970

Þann 13. október 1970 heimsótti rúmenski kommúnistaleiðtoginn Nicolae Ceaușescu Ísland ásamt konu sinni Elenu. Kristján Eldjárn forseti tók á móti þeim. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.

 

Ceaușescu kom við á Íslandi á leið sinni til Bandaríkjanna í opinbera heimsókn, en samskipti Rúmeníu við Bandaríkin höfðu batnað eftir að Rúmenía, sem þá var hluti af Varsjárbandalaginu, fordæmdi innrás Sovétríkjanna í Tékkland 1968.

 

Lemúrinn hefur… [Lesa meira]

Áfengisverzlun ríkisins „hefir einkarjett“

Tilkynning í Fálkanum, 24. tölublaði, 16. júní 1944.

 

Eitthvað hafa hlutskipti landsmanna batnað, því nú til dags fást ilmvötn, hárvötn, andlitsvötn, bökunardropar og „kjarnar“ í hinum ýmsu verslunum á… [Lesa meira]

Verð villidýra árið 1896

Þessi óhuggulega frétt birtist í Dagskrá í desember… [Lesa meira]

Myndskreytingar á Íslendingasögunum eftir Andreas Bloch

Myndskreytingar þessar eru úr bókinni Vore fædres liv: karakterer og skildringer fra sagatiden (ísl. Líf feðra okkar: Persónur og lýsingar frá söguöld), en bókin var samansafn af útdráttum úr Íslendingasögunum fyrir norskan almenning.

 

Bókin kom fyrst út í Bergen árið 1888 fyrir tilstilli norska fjölfræðingsins og kennarans Nordahls Rolfsen. Teikningarnar eru eftir norska myndlistamanninn Andreas Bloch, sem myndskreytti mikið af skandinavísku fræðsluefni á þessum… [Lesa meira]

Blámaður fékk hlutverk Guðs

Forsíðufrétt úr Morgunblaðinu, 16. september 1990.  Myndi slíkt þykja fréttnæmt í dag?

 

Að neðan má sjá mynd af leikaranum sem um er rætt, Ken Page.

 

Ken Page, blámaðurinn sem fékk hlutverk… [Lesa meira]

Keyrt á elsta mann heims í Miklagarði

Þessi harmafregn birtist í Fálkanum árið 1929. Mikligarður er nafnið sem víkingar gáfu Konstantínópel, höfuðborg austrómverska keisaradæmisins, og síðar Istanbúl, höfuðborg Ottómanveldisins. Ef rétt var greint frá aldri mannsins var hann fæddur um… [Lesa meira]

Drykkfelldir með klunnalega líkama: Íslenska kynstofninum lýst árið 1902

Í bókinni „Núlifandi kynþættir mannkyns: Myndskreyttar lýsingar á siðum, venjum, iðjum, veislum og athöfnum kynþátta mannkyns um heiminn allan“, eftir Henry Neville Hutchinson, John Walter Gregory og Richard Lydekker (England, 1902), má finna eftirfarandi lýsingu á íslenska kynstofninum:

 

Íbúar Íslands eru Skandinavar, afkomendur Norðmanna sem lögðu eyjuna undir sig á fyrri hluta 10. aldar. Þeir tilheyra því germönsku ætt kákasusstofnsins, og… [Lesa meira]

Ruby Reykelin, milljón mílna flugfreyja frá Íslandi

„Þegar hún byrjaði að fljúga á 21. afmælisdeginum varð Ruby Reykelin yngsta flugfreyjan sem farið hefur í loftið. Hún er fædd á Íslandi og hefur milljón mílur á ferilskránni.“

 

 

Ungfrú Reykelin tók þátt í heimssýningunni í  San Francisco árið… [Lesa meira]

Kvenréttindakonur þjást af „upphlaups brjálofsa“

„Dr. Leonard Wilson, merkur enskur læknir, kvaðst hafa verið að rannsaka orsakirnar, sem knúð hafa kvenréttarkonur á Englandi til þess að hefjast handa eins og þær hafi gert með steinkasti og öðrum illum látum, — og hann segist hafa komist að þeirri niðurstöðu, að þær þjáist af sjúkdómi, er hann nefnir »upphlaups brjálofsa«.

 

Hann segir ennfremur, að mikill fjöldi kvenskólakennara í… [Lesa meira]

Á kosninganótt: „Party like it’s 1996“

Tímaritið Frjáls verslun birti þessar svipmyndir frá kosningakvöldinu 1996, þegar kjósendur völdu eftirmann Vigdísar Finnbogadóttur.

 

Í fram­boði voru Ástþór Magnússon, Guðrún Agnarsdóttir, for­stjóri Krabbameinsfélagsins, Pétur Kr. Hafstein hæsta­rétt­ar­dóm­ari og Ólafur Ragnar Grímsson.

 

Ólafur fékk 41,4% atkvæða, Pétur 29,5%, Guðrún 26,4% og Ástþór… [Lesa meira]

„Elzti ljósmyndari á Íslandi“

„Myndin, sem þessi ljósmynd er af, vakti mjög mikla eftirtekt á sýningu Lofts [Guðmundssonar ljósmyndara]. Hún var gerð með sérkennilegum litum og merkilegum skiptum milli ljóss og skugga, sem minntu á Rembrandt.

 

Myndin seldist strax á eftir sýningunni. Hún sýnir elzta ljósmyndara á Íslandi, Daníel Daníelsson.“

Tímaritið Listviðir, 2. tbl. 1932.

 

Daníel starfaði meðal annars með Sigfúsi Eymundssyni ljósmyndara og tók myndina hér… [Lesa meira]

Kínverjar í Reykjavík, 1943

Árið 1943 var í Reykjavík haldið upp á að 32 ár voru liðin frá falli keisarastjórnarinnar í Kína. Ísland var, eins og allir vita, á yfirráðasvæði bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni. Kínverjar voru bandamenn Bandaríkjanna í stríðinu gegn Japönum og því var haldin mikil samkoma í húsakynnum Bandaríkjahers til að fagna á þessum kínverska þjóðahátíðardegi. Jón Sen, íslensk-kínverskur tónlistarmaður, lék á… [Lesa meira]