Fyrsta veðurathugunarstöðin var sett upp á Svalbarða fyrir rúmri öld, árið 1911. Tveimur áratugum síðar birti norskur vísindamaður niðurstöður rannsóknar á hitastigi á eyjaklasanum — hitastigið fór sífellt hækkandi.

 

Rannsóknin vakti athygli — en ekki áhyggjur. Þess í stað hugsuðu heimsveldin sér gott til glóðarinnar. Hvaða auðlindir gætu leynst undir heimskautaísnum?

 

North er tíu mínútna löng heimildarmynd um sögu Svalbarða, og hvernig hún er nátengd umræðunni um loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar.

 

Forvitnileg mynd sem vel er þess virði að horfa á, þó ekki væri nema bara fyrir myndirnar af tilkomumiklu umhverfi og náttúru Svalbarða.