Páskar — tákn vorsins og frjósemdar

„Ljósmyndari blaðsins tók þessar myndir af þrem gríðarstórum páskaeggjum — framleiddum af Nóa — í glugga Iðnaðarbankans í Lækjargötu. Blómarósirnar eru starfsstúlkur í bankanum — þær tákna vorið og fleira, ekki síður en eggin.“

 

Umfjöllun um páska og páskaegg í Vísi, 10. apríl 1963.

 

„Hin myndin er tekin í verzlun Silla og Valda í Aðalstræti. Afgreiðslustúlka sýnir tveim snáðum páskaegg, sem þar… [Lesa meira]

Keisaraekkja

Morgunblaðið, ágúst… [Lesa meira]

Vill engin ykkar stúlknanna verða flugfreyja?

„— Hvað ætlið þið að verða, þegar þið eruð orðin stór?

 

— Ég ætla að verða bóndi, sagði Gústi.

— Hann ætlar að mjólka hrossin, gall í vini hans.

 

— Og ég ætla að verða bóndakona, flýtti Vala litla með flétturnar sér að segja.

 

Gústi hafði ekki lokið máli sínu:

— Ég ætla í Verzlunarskólann, sagði hann. Svo ætla ég að verða stúdent, svo ætla… [Lesa meira]

Sjóskrímsli í Morgunblaðinu

Þessi „skrímslafrétt“ birtist í Morgunblaðinu í janúar árið 1960 :

 

BORDEAUX, Frakklandi 9. jan. (Reuter). – Ókennilegt blágrátt „sjóskrímsli“ rak á land á Ferat höfða í Biskayaflóa. Er skrímslið 13 fet, eða rúmlega fjórir metrar á lengd og 10 fet, eða rúmlega þrír metrar á breidd og vegur það fleiri tonn. Líkist það mest sæfíl.

 

Skrímslið hefur gríðarstór eyru sem ganga út úr flötu… [Lesa meira]

Árið 2000 verður engin akuryrkja, húsdýrarækt né fiskveiðar

Árið 1900 birtist sérkennileg framtíðarsýn í landbúnaðarblaðinu Plógi. Rætt var um spár franska efnafræðingsins Marcellin Berthelot um ástand landbúnaðar árið 2000, en hann gekk svo langt að fullyrða að akuryrkja, jarðyrkja, húsdýrarækt, garðrækt og fiskiveiðar myndu ekki þekkjast að hundrað árum liðnum.

 

Það er ákaflega auðvelt fyrir Lemúrinn að vera vitur eftir á, en þrátt fyrir það stillir hann sig ekki um… [Lesa meira]

Strokleðurs-stórgróðrabandalagið

„Strokleðurs-stórgróðrabandalagið í Bandaríkjum hefir keypt stóra Lundúnaverzlun með þá vöru. Mælt er að það sé síðasta stigið til þess að fá umráð yfir öllum óunnum strokleðursbirgðum í heimi.“

 

Þetta var á meðal þess er bar á góma í „loftskeytafréttum“ í Ísafold hinn 18. september 1906.

 

[Lesa meira]

Hélt að gullhamsturinn væri bróðir sinn

„Heila klukkustund starði Eva stjörfum augum á gullhamsturinn, ástúðleg á svip, og kom ekki upp nokkru orði. Þegar hún rankaði við sér, hvíslaði hún: — Ég hélt að hann væri bróðir minn.“

 

Meðfylgjandi myndir birtust með umfjöllun tímaritsins Fálkans í júlí árið 1966 um ofskynjunarlyfið LSD. Lyfið var glænýtt fyrir flestum, þótt það hefði orðið til á rannsóknarstofum nokkrum áratugum fyrr.

 

… [Lesa meira]

Pepsodent: „Ef tennurnar vantar gljáa“

„Ef tennurnar vantar gljáa.

 

Gerið þá þetta:

 

REYNIÐ þessa athugaverðu nýju aðferð eftir fyrirmælum helztu sérfræðinga. Hið ljúfasta bros verður ljótt, ef tennurnar eru dökkar. Nú gera vísindi vorra tíma blakkar tennur blikandi hvítar á ný.

 

Það hefur sýnt sig, að blakkar tennur eru blátt áfram því að kenna, að á tönnunum myndast húð. Rennið tungunni um tennurnar og þér finnið þessa húð… [Lesa meira]

„Fyrsta jólagjöfin“

„Þessi gömlu hjón eiga heima á Láglandi í Danmörku og sitja nú ein eftir því sonur þeirra flutti til Ottawa í Kanada. Þau eru þegar búin að fá fyrstu og sennilega stærstu jólagjöfina. Sonur þeirra sendi þeim farmiða vestur og bauð þeim til sín um jólin. Myndin sýnir þau vera að skoða miðana og upplýsingarpésa varðandi förina vestur.“ – Alþýðublaðið,… [Lesa meira]

„Eins og tamdir páfagaukar“: Dvergasýningar í fortíð og nútíð

Konur með skegg, feitt fólk, síamstvíburar og „dvergar“. Fólk með slíka sjúkdóma og útlitseinkenni var sýnt á „fríksjóvum“ fyrr á árum í fjöllleikahúsum og skemmtigörðum. Sýningar á „dvergum“ voru oftar en ekki vinsælastar og dæmi þekktust um að dvergar byggju í sérstökum dvergaþorpum í skemmtigörðum. En tímarnir hafa breyst og í dag eru slík fríksjóv harðlega gagnrýnd enda þykir ekki… [Lesa meira]

Hómer Simpson í íslensku blaði árið 1949

Það er engu líkara en að Hómer Simpson, fjölskyldufaðirinn ástsæli í Springfield, eigi tímavél. Því Hómer birtist á blaðsíðu 10 í íslenska tímaritinu Fálkanum í júlí 1949.

 

Hann er persóna í frekar slöppum myndasögubrandara um viðarkubba og bitmikla öxi. „Copyright P.I.B. Box 6 Copenhagen 11.“ stendur skrifað á milli kassanna í teikniskrítlunni.

 

Var það pósthólf Hómers árið 1949?

 

En þetta er ekki Hómer… [Lesa meira]

„Karlskepnan var orðinn ruglaðr af því, að hann hafði verið fullr“

Blaðið Fjallkonan birti eftirfarandi „Gamansögur“ í nóvember 1893:

 

Veitingamaðr nokkur, sem hafði veitt því eftirtekt, hve borðgestir hans átu misjafnlega mikið, fann það snjallræði, að hann setti vog í forstofuna hjá sér og á hana lét hann gesti sína ganga á undan og eftir máltíð; lét þá síðan borga eftir því hve mikið þeir höfðu þyngzt. Hann auglýsti þessa uppfundning um alla borgina, og þusti… [Lesa meira]