Vídjó

Fræðslumynd þessi er ein af tveimur úr þjóðskjalasafni Bandaríkjannna sem sýna umfang og starfsemi bandaríska hersins á Íslandi haustið 1941 fram að vori 1942. Myndirnar voru gerðar á vegum Office of Strategic Services (OSS), upplýsinga- og leyniþjónustu Bandaríkjahers á tímum seinni heimsstyrjaldar.

 

Í þessum frábæru stuttmyndum fáum við yfirsýn yfir aðbúnað bandaríska hersins á Íslandi, sérlegar samgönguaðstæður landsins, uppbyggingu braggahverfisins, flugvallarins og hafnarinnar í Reykjavík, áhrif veðurs og vinda á verkefni hersins í Skagafirði, Hafnarfirði og Skerjafirði, og svo mislukkaða birgðaflutninga til landsins með sjóflugvélum.

 

Seinni fræðslumyndin:

 

Vídjó

 

Heimild: National Archives and Records Administration – ARC 40149, LI 226-D-6550 – Iceland. Joint Chiefs of Staff. Office of Strategic Services. Field Photographic Branch. (01/04/1943 – 10/01/1945)