Franska kvennablaðið Femina birti þessar myndir árið 1906. Frægar persónur eru með furðulegar hulur og lesendur eiga að giska á hverjar þær eru. Charles Reutlinger útbjó myndirnar.  (via Wikimedia Commons). Líklega hefur fennt ansi mikið yfir frægð þessara stjarna, því það er ekki auðvelt að sjá hverjar þær eru. En þetta eru skemmtilegar myndir.

 

„Í göngutúrum eða akstursferðum er ekki óvanalegt að sjá á götum, á milli óteljandi bíla, mannverur sem við þekkjum ekki í sjón vegna klæðanna eða gleraugnanna sem þær bera. Þess vegna biðjum við lesendur okkar að segja okkur hverjar þessar manneskjur eru, sem allar eru mjög þekktar.“