Víóluorgelið, furðulega hljóðfæri Leónardós da Vinci

Sjálfsmynd da Vincis.

Sjálfsmynd Da Vincis.

Leónardó Da Vinci (1452–1519) er ef til vill flestum kunnur fyrir að hafa málað Mónu Lísu, eitt þekktasta málverk sögunnar. En þessi merki hugvitsmaður fékkst einnig við allar helstu listir og fræði síns tíma. Hann… [Lesa meira]

Sinfónían sem var „hljóðræn andlitsmynd af Stalín“

Vídjó

Tíunda sinfónía Sjostakóvitsj var frumflutt í Pétursborg (þá Leníngrad) í desember 1953, skömmu eftir andlát Stalíns. Í verkinu dregur tónskáldið upp mynd af lífinu í Ráðstjórnarríkjunum á tímum harðstjórans fræga. Í skjölum Sjostakóvitsj kemur fram að annar hluti sinfóníunnar sé eins konar „hljóðræn andlitsmynd af Stalín“, enda er verkið hlaðið tilheyrandi drunga og spennu. Hér heyrum við… [Lesa meira]

„Svefn skynseminnar getur af sér skrímsli“

Hér sjáum við prentmyndina „Svefn skynseminnar getur af sér skrímsli“ (spænska: El sueño de la razón produce monstruos) eftir spænska myndlistamanninn og prentarann Francisco Goya (1746–1828).

 

Myndin er úr Los Caprichos, röð af ádeilumyndum  frá árinu 1797, og sýnir flögrandi skrímsli — leðurblökur og uglur, tákn fávískunnar — þyrpast um sofandi mann, en það er Goya sjálfur við vinnuborð sitt.

 

Verkið er ádeila á spænskt samfélag, sem… [Lesa meira]

Bertrand Russell neitaði að rökræða við enska fasistann Sir Oswald Mosley

Lemúrinn hefur áður fjallað um enska heimspekinginn og rökfræðinginn Bertrand Russell (1872-1970) og hefur meðal annars greint frá reykingum hans, trúleysi og hlutverki hans í Bollywood-kvikmyndinni Aman. Russell var vinstrisinnaður, og virkur í alþjóðlegu baráttunni gegn kjarnorkuvopnavæðingu Kalda stríðsins.

 

Oswald Mosley ásamt Benito Mussolini, fasistaleiðtoga Ítalíu.… [Lesa meira]

Myndir eftir ítalska málarann Giuseppe Arcimboldo, 2. hluti

Lemúrinn hefur áður birt myndir eftir ítalska 16. aldar málarann Giuseppe Arcimboldo. Verk hans sýna viðföng sín sem samsetningu af dýrum, ávöxtum, matvælum, börnum og öðrum hlutum. Hér eru fleiri myndir eftir þennan stórmerkilega listamann… [Lesa meira]

Eina hljóðupptakan með Freud: „Mótspyrnan var mikil og óbil­gjörn“

Vídjó

Austurríski fræðimaðurinn Sigmund Freud (1856–1939) varð heimsþekktur sem brautryðjandi sálgreiningar. Á langri ævi sendi hann frá sér margvísleg skrif um mannshugann sem höfðu varanleg áhrif á vestræna fræðimennsku og heimspeki. Hér má heyra einu hljóðupptökuna af honum að tala.

 

Upptakan var gerð af breska ríkisfjölmiðlinum BBC árið 1938, og Freud mælir því á ensku. Hann var… [Lesa meira]

Listaverk 16. aldar málarans Giuseppe Arcimboldo

Giuseppe Arcimboldo, sjálfsmynd.

Myndin að ofan sýnir Rudolf II, keisara Heilaga rómverska keisaradæmisins, í líki Vertúmnusar, rómverska guð árstíðanna. Myndin er frá 16. öld og er eftir ítalska listmálarann… [Lesa meira]

Hobbes og hinn mikli Levíatan

Náttúruástandið er stríð allra gegn öllum. Þar er líf mannsins einmanalegt, dýrslegt og stutt. Því þurfum við ógurlegan konung, yfirgnæfandi valdboð, til þess að hafa stjórn á ágjörnu eðli mannsins. Slíkar voru hugmyndir 17. aldar heimspekingsins Thomas Hobbes um samfélagið. Hér sést forsíðan á verkinu Levíatan frá árinu 1651, eftir enska heimspekinginn Thomas Hobbes (1588–1679). Myndin var teiknuð af franska teiknaranum… [Lesa meira]

Shakespeare og „mamma þín“

Hver kannast ekki við „mamma þín“-dónaskap? Við sjáum hann til dæmis í bandarísku uppistandi, Hollywood-myndum og í miðaldagríni hjá Monty Python. En er þetta nýlegt menningarfyrirbæri?

 

,,Móðir þín var hamstur!“ Úr… [Lesa meira]

Fyrir tíma Photoshop: Stórfelld endurskrifun sögunnar í valdatíð Stalíns

Á ljósmyndinni hér að ofan sjást fulltrúar á áttunda þingi rússneska kommúnistaflokksins árið 1919. Þetta eru þeir Jósef Stalín, Vladímir Lenín og Mikhail Kalínín. Ekki er þó allt með felldu.

 

Lesendur þekkja væntanlega margir skáldsögu George Orwells, 1984, þar sem Winston Smith starfar við að endurskrifa söguna hjá Sannleiksráðuneytinu undir skelfilegri alræðisstjórn. Hlutverk hans er að breyta dagblaðagreinum í skjalasöfnum og… [Lesa meira]

Bertrand Russell í Bollywood

Vídjó

Lemúrinn hefur sérlegt dálæti á heimspekingnum og rökfræðingnum Bertrand Russell, og hefur áður fjallað um trúleysi hans og pípureykingar. Ótrúlegt en satt þá átti Russell, sem fæddist 1872, hlutverk í Bollywood-kvikmynd árið 1967, en hann var þá 95 ára gamall.

 

… [Lesa meira]

John Cleese um kristni: „Síðasta sort af þvælu.“

Vídjó

Árið 1979 sendi Monty Python-teymið frá sér grínmyndina Life of Brian, sem gerist á tímum Krists og segir frá ungum manni, Brian, sem verður óviljugur að spámanni í heilaga landinu og er að lokum krossfestur. Myndin olli miklum usla þegar hún kom út, og aðilum innan ensku biskupakirkjunnar sárnaði svo mikið að þeir beittu… [Lesa meira]