Vídjó

Austurríski fræðimaðurinn Sigmund Freud (1856–1939) varð heimsþekktur sem brautryðjandi sálgreiningar. Á langri ævi sendi hann frá sér margvísleg skrif um mannshugann sem höfðu varanleg áhrif á vestræna fræðimennsku og heimspeki. Hér má heyra einu hljóðupptökuna af honum að tala.

 

Upptakan var gerð af breska ríkisfjölmiðlinum BBC árið 1938, og Freud mælir því á ensku. Hann var þá orðinn 82 ára gamall, þjakaður af krabbameini í munni og nýfluttur til Lundúna frá heimalandi sínu Austurríki, sem hafði verið innlimað í Stór-Þýskaland nasista skömmu áður.

 

Freud lést níu mánuðum eftir gerð upptökunnar. Erfitt er að greina orð hans sökum brostinnar raddar og austurrísks hreims. Það er því gott að hafa textann til hliðsjónar:

 

I started my professional activity as a neurologist trying to bring relief to my neurotic patients.

 

Under the influence of an older friend and by my own efforts, I discovered some important and new facts about the unconscious in psychic life, the role of instinctual urges and so on.

 

Out of these findings grew a new science, Psycho-Analysis, a part of psychology and a new method of treatment of the neuroses.

 

I had to pay heavily for this bit of good luck. People did not believe in my facts and thought my theories unsavoury.

 

Resistance was strong and unrelenting. In the end I suceeded in acquiring pupils and building up an International Psycho-Analytic Association. But this struggle is not yet over.

 

Íslenska:

 

Ég hóf feril minn sem taugalæknir og reyndi að linna kvalir taugaveikra sjúklinga minna.

 

Undir áhrifum eldri vinar míns og gegnum eigin rannsóknir uppgötvaði ég mikilvægar nýjar staðreyndir um undirmeðvitundina í hugarlífi mannsins, hlutverk eðlishvata o.s.fv.

 

Út frá þessum uppgötvunum urðu til ný vísindi, sálgreining, hluti sálarfræðinnar og ný aðferð í meðhöndlun taugaveiklunar.

 

Ég var látinn gjalda fyrir þessa heppni mína. Fólk trúði ekki staðreyndum mínum og þótti kenningar mínar ógeðfelldar.

 

Mótspyrnan var mikil og óbilgjörn. Að lokum varð ég mér úti um nemendur og byggði upp alþjóðlegt sálgreiningarfélag. En baráttunni er enn ekki lokið.