Vídjó

Árið 1979 sendi Monty Python-teymið frá sér grínmyndina Life of Brian, sem gerist á tímum Krists og segir frá ungum manni, Brian, sem verður óviljugur að spámanni í heilaga landinu og er að lokum krossfestur. Myndin olli miklum usla þegar hún kom út, og aðilum innan ensku biskupakirkjunnar sárnaði svo mikið að þeir beittu sér sérlega fyrir því að hún yrði ekki sýnd í bresku sjónvarpi.

 

Í kjölfarið var Python-​​mönnum John Cleese og Michael Palin boðið í spjallþátt á BBC ásamt Mervyn Stockwood biskupi og kristna fjöl­miðla­mann­inum Malcolm Muggeridge.  Í þættinum skipt­ast þeir á skoð­unum um bæði kvikmynd­ina og kristna trú almennt.

 

Myndskeiðið að ofan hefst í miðjum þættinum, þegar Cleese er að segja frá þeim mörgu árum af kristinfræði sem hann sat undir í breskum einkaskóla í bernsku. Lemúrinn mælir þó eindregið með að horft sé á þennan stórmerkilega þátt í heild sinni og frá byrjun.

 

Hér að neðan má sjá þekkt atriði úr kvikmyndinni Life of Brian:

 

Vídjó

 

Og svo umdeildi endir myndarinnar, þar sem hinir krossfestu syngja um bjartsýni:

 

Vídjó