Lísa í Undralandi með myndskreytingum Tove Jansson

Árið 1959 myndskreytti Tove Jansson sænska útgáfu Lísu í Undralandi.

Hinn finnski höfundur Múmínálfanna var auðvitað fjölhæfur snillingur sem samdi ekki einungis hinar stórkostlegu bækur um Múmíndalinn, heldur myndskreytti fjölda annarra bóka. Eins og Lemúrinn hefur áður sagt frá myndskreytti hún sænsku útgáfu Hobbitans eftir J.R.R. Tolkien árið 1962.

Myndirnar sem við sjáum hér eru ekki af síðri endanum frekar… [Lesa meira]

Póstkort sem Borges sendi móður sinni frá Íslandi, 1971

Argentínski rithöfundurinn Jorge Luis Borges sendi þetta póstkort til móður sinnar frá Reykjavík, 14. apríl 1971. Þetta var fyrsta af nokkrum Íslandsheimsóknum hans.

„Reykjavík er minna tignarleg en sveitarfélagið Lomas [úthverfi í Buenos Aires] og óendanlega fallegri, eins einkennilegt og það er,“ skrifar Borges og segist sakna móður sinnar og hugsa stöðugt til garðsins heima hjá henni, eins og hann… [Lesa meira]

Síðasta ferðin: Vísindaskáldsöguleg smásaga frá 1964 eftir Ingibjörgu Jónsdóttur

Í fjarlægri framtíð rekur ónefndur geimsiglingafræðingur raunir sínar eftir nöturlega geimferð. En ekki er allt sem sýnist.

Lesið íslenska „smásögu úr framtíðinni“ hér fyrir neðan. Tímaritið Fálkinn birti hana í júní 1964 með viðvörun um „að taugaveiklað fólk ætti að láta þessa sögu alveg eiga sig“.

Ingibjörg Jónsdóttir (1933-1986) var afkastamikill rithöfundur og þýðandi. Hún sendi meðal annars frá sér ástar-… [Lesa meira]

Marilyn Monroe les Ódysseif eftir James Joyce, 1955

Stórstjarnan Marilyn Monroe les Ódysseif eftir James Joyce á Long Island í Bandaríkjunum árið 1955. Mynd: Eve Arnold.

Bókavefurinn Druslubækur og doðrantar: „Samkvæmt öruggum heimildum er [myndin] tekin á leikvelli á Long Island um miðbik sjötta áratugar síðustu aldar af Eve Arnold. Ljósmyndarinn og leikkonan… [Lesa meira]

Jose Chung’s ‘From Outer Space’

Dana Scully les. „Jose Chung’s ‘From Outer Space’“ er fjörugur þáttur í þriðju seríu The X-Files sem leikur sér með bókmenntalega klæki á borð við nokkra óáreiðanlega sögumenn og misjafna túlkun á veruleikanum.

Þessi tækni er stundum kölluð „Rashomon áhrif“, í höfuðið á samnefndri kvikmynd Akira Kurosawa, þar sem fjögur vitni lýsa morði hvert á mismunandi hátt. Í þættinum er líka… [Lesa meira]

Bókin sem tekur 230 ár að skrifa (ef áætlanir standast)

Í Svíþjóð er verið að skrifa bók. Bókin er frekar löng, nú þegar orðin margir hillumetrar og enn bætist við eftir því sem meira kemur úr prentun.

 

Þetta er orðabók Sænsku akademíunnar. Hún er að líkindum það bókmenntaverk sem hvað lengst hefur verið í vinnslu. Vinnan hófst árið 1786 að beiðni konungs og fyrsta bindið kom út rúmri öld seinna, eða… [Lesa meira]

„Lævirkinn þenur vængi sína hátt í heiðlofti“: Ljóð eftir 16 ára gamlan Stalín

Stalín var fæddur árið 1878 í Georgíu. Þegar hann var 16 ára prestaskólanemi orti hann eftirfarandi ljóð. Arnheiður Sigurðardóttir þýddi:

 

Frá Georgíu

 

Rósahnappurinn er að ljúkast upp og bláklukkurnar líka allt umhverfis hann. Hið fölva írisblóm er einnig vaknað – og öll kinka þau kolli í andvaranum.

 

Lævirkinn þenur vængi sína hátt í heiðlofti – kvakar hann og syngur. Næturgalinn kveður kyrrum rómi – syngur heitu hjarta:

 

„Megir þú blómgast,… [Lesa meira]

„Ég elska þig, ég elska þig og drulluhjallinn, Dísa“: Dagur Sigurðarson flytur ljóðið „Sæla“

Vídjó

Dagur Sigurðarson ljóðskáld (1937-1994) flytur ljóðið „Sælu“, sem birtist upphaflega í safninu Níðstaung hin meiri árið 1965. Klippa úr heimildarmyndinni Dagsverk. „Þegar myndin gerist hefur Dagur engan fastan samastað. Hann vaknar á sófa heima hjá kunningja sínum og þegar náttar leitar hann aftur gistingar hjá vinum. Myndin segir frá viðburðum dagsins: heimsókn Dags… [Lesa meira]

Sólmyrkvinn í Tinna og Námur Salómons konungs

Fjöldi manns á norðurhveli jarðar fylgdist grannt með sólmyrkvanum í gærmorgun, en svo mikill sólmyrkvi mun ekki sjást aftur á Íslandi fyrr en 12. ágúst 2026. Sólmyrkvar eru ekki bara fágætir og fagrir viðburðir. Þeir hafa einnig komið við sögu í hinum ýmsu vestrænu ævintýrabókum, þar á meðal í myndasögum Hergé um belgíska blaðamanninn… [Lesa meira]

Terry Pratchett og Yrsa Sigurðardóttir: morð og helgisiðir á Íslandi og í Diskheimi

Skrifuðu Terry Pratchett heitinn og Yrsa Sigurðardóttir sömu söguna á sama tíma fyrir skemmtilega tilviljun?

 

Breski rithöfundurinn Sir Terence David John Pratchett, betur þekktur sem Terry Pratchett, lést í gær, fimmtudaginn 12. mars á heimili sínu. Banamein hans var alzheimer-sjúkdómurinn sem hafði hrjáð hann síðustu ár þó hann héldi áfram að gefa út bækur ótrauður. Pratchett er annar mest lesni höfundur… [Lesa meira]

Fyrsta teiknimyndasagan: Ævintýri Obadiah Oldbuck

Fróðir menn í teiknimyndasögufræðum eru almennt sammála um að fyrsta teiknimyndasagan hafi litið dagsins ljós árið 1837. Það mun vera sagan Histoire de M. Vieux Bois eftir svissneska teiknarann og satíristann Rudolphe Töpffer. Ýmsir telja Töpffer vera einn helsta frumkvöðul teiknimyndaformsins og vísa máli sínu til stuðnings í áður óséða notkun á römmum og það frumlega samspil texta og teikninga… [Lesa meira]

Donaldus Anas: Andrés Önd á latínu

Á níunda áratug síðustu aldar komu út Andrésblöð í latneskri þýðingu. Útgefandinn var Lamberto nokkur Pigini, ítalskur prestur og fornfræðingur, en hann rekur lítið útgáfufélag í bænum Recanati á Norður-Ítalíu. Pigini er sannfærður um að latínan geti risið upp frá dauðum og orðið sameiginleg tunga Evrópu á ný, og lagðist því í metnaðarfulla þýðingarvinnu til þess að skapa aðgengilegan og auðlesinn latneskan texta… [Lesa meira]