Hitler ávarpar þýska þingið, 1939

Eftir að þinghúsið í Berlín var skemmt í hinum fræga bruna í febrúar 1933 flutti þýska þingið sig í aðalsal Kroll-óperuhúsins.

 

Þingið var þá alskipað nasistum, og hlutverk þingmanna aðallega að hlusta agndofa á ræður Adolfs Hitlers. Hér hylla þingmenn foringjann áður en hann stígur í pontu þann 28. apríl 1939.

 

Smellið á myndina til þess að stækka hana. Myndina tók Hugo… [Lesa meira]

Er þetta Hitler?

Þessi mynd verður til sölu á safnarauppboði í Bandaríkjunum. Hún ku vera röntgenmynd af Hitler.

 

Bandaríski uppboðshaldarinn Alexander Historical Auctions selur ýmislegt glingur er tengist sögu hernaðar. Þar geta sögufróðir til dæmis keypt eiginhandaráritanir frægra leiðtoga úr sögunni.

 

Í næstu viku verða boðnir upp munir er tengjast sjálfum Adolf Hitler. Einn þeirra er vatnslitamálverk eftir einræðisherrann sem reyndi, eins og kunnugt… [Lesa meira]

Ungmenni á ökrum dauðans, þrælastríðið 1861-65

„Styrjöld er ósamrýmanleg heilbrigðri dómgreind og andlegu jafnvægi. Hún útheimtir uppskrúfað tilfinningalíf, brennandi áhuga fyrir eigin málstað og hatur í garð andstæðinganna.“

 

Þessi orð skrifaði austurríski rithöfundurinn Stefan Zweig undir lok ævi sinnar. Hann hafði upplifað tvær heimsstyrjaldir.

 

Það er ekki auðvelt fyrir nútímamenn á friðsælum stöðum að ímynda sér hörmungar vígvallarins. En ljósmyndir aðstoða okkur við að ná að minnsta kosti… [Lesa meira]

Útrýmingarbúðirnar í Stutthof árið 1945

Nasistar starfræktu útrýmingarbúðirnar Stutthof nálægt þýsku borginni Danzig við Eystrasaltið, sem nú er innan pólsku landamæranna og nefnist Gdańsk.  

 

85 þúsund manns létust í fangabúðunum á árunum 1939-1945. Gyðingar voru í minnihluta í búðunum en fangarnir voru flestir pólskir borgarar sem nasistar vildu feiga.

 

Hin áhrifamikla mynd hér fyrir ofan var tekin við komu Sovétmanna í búðirnar í maí 1945.

 

Fræg réttarhöld voru haldin yfir starfsfólki Stutthof-búðanna vorið 1946… [Lesa meira]

Í turni þagnarinnar

Samkvæmt saraþústratrú, hinum fornu trúarbrögðum Persa, er mannslíkaminn óhreinn eftir andlátið. Það þykir því ekki við hæfi að óhreinka jörðina með því að grafa lík í jörðu. Í stað þess á að koma líkum fyrir í sérstökum opnum turnum langt frá mannabyggðum, sem kallaðir eru dakhma eða þagnarturnar. Veður, vindar og hrægrammar taka svo til sín líkamsleifarnar.

 

Ekki eru lengur nógu margir… [Lesa meira]

Hermennirnir sem frusu í hel, Stalíngrad árið 1943

Þessi mynd sovéska ljósmyndarans Sergei Strunnikov sýnir lík þýskra hermanna sem frusu í hel í orrustunni í Stalíngrad. Orrustan var ein sú allra viðbjóðslegasta í sögu hernaðar í heiminum, en um tvær milljónir manna féllu í… [Lesa meira]