Fljúgandi Sunda-lemúrinn

Í frumskógum Suðaustur-Asíu býr fljúgandi Sunda-lemúrinn. Þetta merkilega dýr er sérlega illa nefnt, því það getur ekki flogið og er auk þess ekki lemúr, enda búa lemúrar aðeins á Madagaskar.

 

Sunda-lemúrinn er spendýr af ætt kólúga og býr í trjánum. Hann sefur á daginn en fer á stjá að nóttu til og nærist þá á laufum, ávöxtum og blómum. Í stað þess… [Lesa meira]

Hvernig verða dýrin eftir 50 milljón ár?

Skoski náttúruvísindamaðurinn Dougal Dixon skrifaði árið 1982 bókina After Man – A Zoology of the Future. Í bókinni veltir hann fyrir sér líffræði framtíðarinnar, lífinu eftir 50 milljón ár, þegar maðurinn verði horfinn af sjónarsviðinu.

 

Álfurnar hafa færst til í floti jarðflekanna. Nýjar lendur hafa skapast með nýjum náttúruskilyrðum sem nýjar dýrategundir aðlagast með þróun og náttúruvali. Dixon telur að… [Lesa meira]

Sestur eða soss?

Einhverjir kynnu í fljótu bragði halda að hér væri á ferðinni fótósjopp-grín, en svo er ekki. Þetta er sebrildið Eclypse, blendingur hests og sebrahests.  Á ensku kallast slíkar skepnur „zorses“ — á íslensku væri þetta ef til vill „sestur“, eða kannski „soss“.

 

Venjulegir hestar og sebrahestar geta ekki afkvæmi í náttúrunni, en fyrir tilstilli manna hafa graðhestar verið settir upp á sebrahryssur gegnum tíðina og úr… [Lesa meira]

Þegar stærsta spendýr jarðar fannst í fjörunni

Vídjó

Í þessum fyrirlestri segir Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri á Náttúrufræðistofnun Íslands frá því þegar hann sá um að verka hræ af steypireyði sem rekið hafði á land á Skaga síðsumars árið 2010.

 

Hvalrekinn var einstakt tækifæri því ekki eru til margar beinagrindur af steypireyðum í heiminum, en þessi stærsta spendýrategund jarðar eru því miður… [Lesa meira]

Flóðsvín busla í heitum potti

Vídjó

Flóðsvín eða capybara eru heimsins stærstu nagdýr. Þessir frændur hamstra og naggrísa verða allt að 130 sentimetrar á lengd og 60 kíló, eða eins og vænsti hundur. Hér má sjá mynd af flóðsvíni og heimilisketti til stærðarsamanburðar.

 

Heimili flóðsvína er í Suður-Ameríku en þau má auðvitað finna í dýragörðum víða um heim. Í dýragarði í Nagasaki í… [Lesa meira]

Köll selanna á Suðurskautslandinu eins og tónlist úr geimnum

Vídjó

Vísindamaðurinn segir þýska leikstjóranum Werner Herzog frá því að á Suðurskautslandinu sé ákaflega þögult. Þegar hún vaknar um miðja nótt heyrir hún hjartað sitt slá. Hún heyrir ísinn smella og brotna. En síðast en ekki síst heyrir hún hinn undarlega söng selanna í hafinu fyrir neðan íshelluna.

 

„Við heyrum köll selanna. Það eru ótrúleg hljóð.… [Lesa meira]

Vistvegir hjálpa dýrum að komast óhult yfir mannvirki

Ágangur manna á skóglendi og sífelld nýbygging mannvirkja á borð við þjóðvegi gerir lífið erfitt fyrir villt dýr. Í þéttbýlum löndum verða þau oft umferðinni að bráð, og slíkt skapar hættu bæði fyrir dýrin og farþega ökutækja.

 

Á 6. áratug síðustu aldar þróuðu Frakkar lausn á þessum vanda og hófu byggingu svokallaðra vistvega, eða „ecoducts“. Þetta eru göng eða gönguslóðir yfir… [Lesa meira]

Köngulær spinna vefi undir áhrifum eiturlyfja

Árið 1995 framkvæmdi NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, nokkrar vísindatilraunir á eitrunaráhrifum ýmissa efna á köngulær. Litlu magni af viðkomandi efni var sprautað inn í dauða flugu og köngulóin fékk síðan að snæða á henni.

 

Að því loknu var köngulóin sett í afmarkað rými, þar sem hún spann vef, og síðan var reynt að ráða fram úr áhrifum efnisins á út frá eiginleikum… [Lesa meira]

Lemúrar eru uppáhaldsdýr Johns Cleese

Lemúrinn hefur áður fjallað um grínistann, leikarann og Monty Python-manninn John Cleese, og meðal annars sagt frá skoðunum hans á kristni og skemmtilegri ræðu hans í jarðarför Grahams Chapman.

 

Cleese ásamt rauðbringu-lemúr.

Cleese… [Lesa meira]

Þegar ljón og ísbirnir bjuggu í Hafnarfirði

Þau sem skrifa fyrir Lemúrinn eru of ung til að muna eftir Sædýrasafninu í Hafnarfirði, íslenska dýragarðinum sem geymdi ekki bara dýr úr hafinu heldur einnig ljón, apa, ísbirni, kengúrur og aðrar framandi skepnur.

 

Myndbandið hér fyrir neðan, sem sýnir ísbjörn þar árið 1973, kemur okkur því mjög framandlega fyrir sjónir. Svæðið sem þetta stóra dýr hefur virðist mjög lítið og… [Lesa meira]

Eldrefurinn: Litli rauðbirkni frændi pöndunnar

Margir lesendur Lemúrsins kannast eflaust við Mozilla Firefox vafrann. Einhverjir kynnu að halda að Firefox-heitið væri bara einhver þvæla, að engin slík skepna væri til. Þeir hefðu hins vegar rangt fyrir sér.

 

Eldrefurinn (火狐 – huǒhú), eða rauða pandan, er smábyggð, rauðbirkin skepna sem býr í skógum Suður-Kína, við rætur Himalaya-fjallana. Hann nærist á bambusi líkt og svarthvíti nafni sinn, en er ekki jafn… [Lesa meira]

Barnungur kokkur eldar kött

Frakkar borða ýmislegt skrýtið — en varla ketti? Le petit Chef, „litli kokkurinn“ er syrpa af frönskum grínpóstkortum frá 1903.

 

Grínmyndir af köttum eru sígildar, alls ekki nýleg uppfinning netkynslóðarinnar. Skoðið líka þessi enn eldri póstkort með grínköttum frá 1870.

 

[Lesa meira]