Áróðursmálaráðuneytið: Þróun drykkjumannsins

„The Drunkard’s Progress“ frá 1846. Höfundur ókunnur. Bandarískt veggspjald sem átti að vara fólk við drykkju, sem var þjóðfélagsmein þar í hinum nýlega stofnuðu Bandaríkjum um miðja nítjándu öldina.

 

Smellið á myndina til að sjá hana… [Lesa meira]

Áróðursmálaráðuneytið: Finnland í Vetrarstríðinu

Ljóshærður finnskur hermaður biður til drottins á þessari þjóðlegu áróðursmynd frá 1940. Vetrarstríðið milli Finnlands og Sovétríkjanna stóð þá sem hæst. Finnska ríkið rak á þessum tíma kröftuga áróðursherðferð gegn sovésku ógninni, eins og sjá má á eftirfarandi… [Lesa meira]

Áróðursmálaráðuneytið: Svíi þegir

Af hverju prentuðu sænsk yfirvöld þessa teikningu af tígrisdýri í fánalitum í massavís í síðari heimsstyrjöldinni? Það er vegna þess að þetta er orðaleikur. Setningin „En svensk tiger“ hefur tvær merkingar á sænsku: Sænskur tígur og Svíi… [Lesa meira]

„Vakna þú íslenska þjóð“: Nasistaáróður á íslensku frá útvarpi Berlín árið 1944

Vídjó

Óþekktur Íslendingur les áróðursskilaboð frá útvarpi Þriðja ríkisins 10. desember 1944. Nasistar fluttu áróður á ýmsum tungumálum með útvarpsbylgjum sínum og voru skilaboð flutt á íslensku um nokkurt skeið.

 

Útsendingar byrjuðu svona: „Hér er Berlín! Hér er Berlín! Þýskaland útvarpar daglega á íslensku frá kl. 1745 til 18 samkvæmt íslenskum tíma.“

 

Upptakan er fengin af vef… [Lesa meira]

„Hitler vill stela uppskerunni frá samyrkjubændum“

Vídjó

Eins og Lemúrinn hefur áður greint frá, þá voru Sovétmenn sérlega duglegir við gerð áróðursteiknimynda á tímum síðari heimsstyrjaldar.

 

Stuttmyndirnar hér að ofan eru frá árunum 1941-1942. Þær lýsa illum ásetningi Hitlers, en hann er sagður vilja stela uppskerunni frá samyrkjubændum, afhenda verksmiðjurnar feitum, vindlareykjandi kapítalistum, kasta hinni frjálsu rússnesku þjóð í fjötra og… [Lesa meira]

Áróður og ótti: Fyrri heimsstyrjöldin og kynsjúkdómar

Þegar Woodrow Wilson tókst loks að sannfæra Bandaríkjamenn um að blanda sér í átök fyrri heimsstyrjaldar, undir þeim formerkjum að það yrði stríðið til að binda endi á öll stríð, sáu margir tækifæri til að koma á breytingum heimavið undir þeim formerkjum að það væri í þágu stríðsrekstursins.

 

Í þeim hópi voru sjálfskipaðir siðgæðisverðir sem sáu sér leik á borði til… [Lesa meira]

Ljóshærðir Norðmenn gegn bolsévisma

„Með Waffen-SS og Norsku herdeildinni gegn sameiginlega óvininum …. gegn bolsévisma.“

 

Harald Damsleth við teikniborðið.

Mynd þessi var gefin út af leppstjórn Vidkun Quislings í Noregi á tímum seinni heimsstyrjaldar. Hún var teiknuð af Harald Damsleth, en… [Lesa meira]

Sovéskar áróðursteiknimyndir um Hitler

Vídjó

Myndbrotið að ofan sýnir þrjár sovéskar áróðursteiknimyndir frá árinu 1942 um Adolf Hitler, leiðtoga Þýskalands.

 

Á þeim tíma var barist af gríðarlegri hörku á austurvígstöðvunum og allur máttur Sovétríkjanna lagður í að sigrast á innrásarher Þjóðverja. Rússnesku teiknimyndagerðarmennirnir L. Amalrik og O. Khodataeva voru látnir beina kröftum sínum að gerð áróðursmynda um Hitler sem voru svo sýndar sovéskum borgurum… [Lesa meira]

Áróðursmálaráðuneytið: „Ef Sovétmenn sigra í stríðinu…“

„Ef Sovétmenn sigra í stríðinu!  Katyn alls staðar.“ Mynd þessi var gefin út af Vichy leppstjórn nasista í Suður-Frakklandi árið 1943 og var teiknuð af hægrisinnaða blaðamanninum Maurice-Yvan Sicard. Katyn vísar til fjöldamorða Sovétmanna á 22 þúsund pólskum stríðsföngum vorið 1940 samkvæmt tilskipun morðingjans og illmennisins Lavrentiys Bería, yfirmanns rússnesku… [Lesa meira]

Klerkar og fasistar, Márar og nasistar: Allt sem spænskir vinstrimenn óttuðust

Hér að ofan sést áróðursmyndin „Þjóðernissinnarnir“ frá tíma spænsku borgarastyrjaldarinnar. Myndin var gerð einhvern tímann á árunum 1936-1937 af spænska listmálaranum Juan Antonio Morales, sem var þá 27 eða 28 ára að aldri. Í dag hangir hún í Gallica safninu í Madríd og þykir merkileg fyrir þær sakir að vera ein táknrænasta áróðursmynd repúblíkana úr borgarastríðinu 1936-1939, en hún sýnir… [Lesa meira]

Áróðursmálaráðuneytið: Bolsévíkar í baðherberginu

Verða bolsévíkar til í baðherberginu þínu? 

 

Starfsmenn missa virðingu sína fyrir fyrirtæki sem sér þeim ekki fyrir almennilegri hreinlætisaðstöðu.

 

Bandaríska fyrirtækið Scott Tissue auglýsir handklæði. Frá fjórða… [Lesa meira]

Áróðursmálaráðuneytið: Aumt líf Per Svensson í Ameríku

Í kringum 1,3 milljónir Svía yfirgáfu heimaland sitt á seinni hluta nítjándu aldar og á fyrri hluta þeirrar tuttugustu og settust að í Ameríku. Margir þeirra urðu bændur í miðvesturríkjum Bandaríkjanna.

 

Sumir þeirra sem eftir sátu í Svíþjóð litu á vesturfarana sem svikara og börðust gegn þessum miklu þjóðflutningum í ræðu og riti.

 

Hér sjáum við myndir sem birtust í tímaritinu Läsning… [Lesa meira]