Þessi klausa birtist í Þjóðólfi, 10. ágúst 1888.

 

 

„Nöfn á götum og númer á húsum í Reykjavík. Það má telja nýlundu, að þessa dagana hafa verið fest upp nöfn á götur og númer á hús í bænum, eins og alstaðar tíðkast í bæjum erlendis. — Það var sönn þörf á þessu, þótt fyr hefði verið, því að það hefur opt valdið óhagræðis og vanskila á brjefum og sendingum til bæjarmanna, að eigi hefur verið hægt að tiltaka, í hvaða götu og númeri þeir byggju. Nú er bætt úr þessu, og er þá áríðandi, að menn skrifi á brjef sín hjeðan, í hvaða götu og númeri þeir eigi heima.“