Haustið 1895 rataði lestarstöðin í Montparnasse í heimsfréttirnar þegar lest númer 56 brunaði yfir lestarhindrun, braust í gegnum framhlið stöðvarinnar og hrapaði svo um tíu metra niður á götuna fyrir neðan. Þótt ótrúlegt megi virðast varð aðeins eitt dauðsfall, en ung kona sem var að selja dagblöð fyrir framan stöðina grófst undir brakinu. Myndin hér að ofan var tekin af áhugaljósmyndara og má finna á póstkortum víða um París enn þann daginn í dag.

 

Vídjó

Hollenska anarkó-pönkhljómsveitin The Ex notaði þessa sömu ljósmynd sem framhlið umslags plötunnar Scrabbling at the Lock (1991).