Simpsonsþátturinn The Cartridge Family frá 1997 lýsir vel upplifun Bandaríkjamanna af fótbolta eða íþróttinni sem þeir kalla soccer.

 

Það er leiðinleg íþrótt, þar sem fá mörk eru skoruð og leikir enda stundum með hinu stórfurðulega fyrirbæri jafntefli sem Kaninn þekkir ekki. Knattspyrnuleikur fer fram í Springfield þar sem Mexíkó og Portúgal mætast.

 

Þarna sjáum við hina frægu leikmenn Ariaga, Ariaga II, Bariaga og auðvitað sjálfan Pizzoza.

 

 

Eins og kemur fram í stórskemmtilegri bloggfærslu Alan Siegel hjá Slate um þennan þátt leituðu handritshöfundarnir að ástæðu til þess að Hómer myndi vilja kaupa sér byssu. Ákveðið var að nota fótboltaóeirðir sem sögusvið fyrir það.

 

Bandaríkjamenn furða sig oft á tilfinningahita þeirra sem lýsa fótboltaleikjum, sérstaklega hjá nágrönnum þeirra í Mið- og Suður-Ameríku.

 

 

Fótboltabullur voru áberandi í þættinum:

 

 

Á tíunda áratugnum var unnið markvisst að því að selja Norður-Ameríkumönnum knattspyrnuíþróttina, með misjöfnum árangri. Auðvitað vakti HM 1994, sem haldið var í Bandaríkjunum, mikinn áhuga á íþróttinni. Landslið Bandaríkjanna eru ágæt í dag, sérstaklega kvennaliðið. En á tíunda áratugnum eimdi samt enn eftir af fordómum og misskilningi með þessa íþrótt sem Evrópumenn og Suður-Ameríkumenn elska.

 

Í nýlegum þætti er Hómer ráðinn sem dómari á HM 2014 í Brasilíu. Simpsonsfjölskyldan er einn snjallasti samfélagsspegill Bandaríkjanna og ef við notum hann sem mælitæki sést að ýmislegt hefur breyst, fótbolti er ekki lengur jafn framandlegur heimur í augum Kana. Þó að gólið í spænskumælandi fótboltafréttamönnum sé alltaf jafn skringilegt:

 

Vídjó

 

Hver verður bestur í sumar? Verður það Ariaga eða kannski Ariaga II? Eða Bariaga? Aruglia? Nei, verður það ekki örugglega Pizzoza!?

 

Stórkostlegur leikmaður.

Stórkostlegur leikmaður.

 

via Slate.