„Góðir vinir í þremur löndum“. Mynd þessi birtist í Japan árið 1938 og fagnar bandalagi Þýskalands, Ítalíu og Japans, öxulveldanna svokölluðu í seinni heimsstyrjöld. Efst sjáum við leiðtoga þjóðanna þriggja: Adolf Hitler, Benító Mússólíní og Híróhító keisara. Fyrir neðan leika börnin sér með fána landanna.