Heinrich Hoffmann var ljósmyndari sem starfaði í hirð Hitlers á dögum þriðja ríkisins. Hann gekk snemma til liðs við nasistaflokkinn og var valinn sem opinber ljósmyndari Hitlers. Þeir urðu góðir félagar og nánir samstarfsmenn. Hoffmann sat á þingi fyrir nasistaflokkinn frá 1933.

 

Hann kynnti Hitler fyrir Evu Braun, sem varð eiginkona hans á síðustu dögum síðari heimsstyrjaldarinnar, rétt áður en hjónin nýbökuðu frömdu bæði sjálfsmorð í byrginu í Berlín. Hoffmann var í stríðslok dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir störf sín í nasistaflokknum.

 

Árið 1925 tók Hoffmann ljósmyndir þar sem Hitler prófaði ýmsar stellingar og handahreyfingar til að undirbúa ræðuhöld. Hér sjáum við þær.

 

35-620x481 151-620x437 141-620x412 62-620x473 121-620x481 101-620x470 112-620x855 91-620x471 45-620x845 53-620x863 25-620x489 113-620x869 72-620x848 02