Kreppan mikla hófst með algeru verð­hruni í kaup­höll­inni í New York í lok októ­ber árið 1929 og fór svo eins og felli­bylur um landið og svo um allan heim.

 

Í Bandaríkjunum lam­að­ist iðn­að­ar­starf­semi. Milljónir manna misstu vinn­una og höfðu lítið sem ekk­ert á milli handanna.

 

Kreppan hafði áhrif langt fram á fjórða ára­tug­inn. Á meðan jafn­vægi fór að kom­ast á í borgum var enn mikil fátækt í innsveitum og smábæjum.