Árið 1997 var Astana gerð að höfuðborg Miðasíu-ríkisins Kasakstan. Höfuðstaðurinn var fluttur frá Almaty, borg í suðurhluta landsins, inn í miðju landsins. Astana liggur á steppu þar sem fimbulkuldi ríkir á veturna og miklir hitar verða á sumrin.

 

Eitt helsta kennileiti borgarinnar er 30 þúsund fermetra pýramídi sem breski arkitektinn Sir Norman Foster hannaði og nefnist Höll friðar og sáttar. Við sjáum bygginguna hér að ofan.

 

Bayterek-turninn.

Bayterek-turninn.

 

Bayterek-turninn er önnur fræg bygging.  Hann er 97 metra hár, til minningar um ártalið 1997.  Hönnun hans byggir á þjóðsögu um töfrafugl sem verpti eggi í goðsögulegt tré. Efsti hluti turnsins líkist gullegginu.

 

Á efstu hæðinni hefur far eftir hönd Nursultan Nazarbayev, fyrsta forseta landsins, verið steypt í gull. Gestir leggja hönd sína í hönd forsetans og óska sér. Nazarbayev hefur verið forseti frá 1989, þegar Kasakar hlutu sjálfstæði frá Sovétríkjunum, og er enn við völd.

 

Nursultan Nazarbayev forseti.

Nursultan Nazarbayev forseti.

 

Lagt hefur verið til að breyta nafni borgarinnar (nafn Astana þýðir einfaldlega „höfuðborg“) í „Nursultan“ til heiðurs Nursultan Nazarbayev forseta. Ættum við kannski að breyta nafni Reykjavíkur í „Ólafur Ragnar“?

 

Fleiri myndir frá Astana:

 

ZFBxtAP

 


 

7569549872_a7c3d6e705_h

 

8149692808_2f350a1a93_z

 

7360569094_1b210da230_k

 

9347083571_f191f0f4ed_z

 

1280px-Palace_of_Arts_Shabyt