Rithöfundurinn Gabriel García Márquez frá Kólumbíu er látinn. Hann hlaut Nóbelsverðlaun 1982 og er frægur um allan heim fyrir meistaraverkið Hundrað ára einsemd. Perúski rithöfundurinn Mario Vargas Llosa, sem hlaut Nóbelinn 2010, er ekki síður virtur höfundur.

 

Þeir voru lengi miklir vinir, en árið 1976 gerðist eitthvað. Þeim lenti saman. Og á kvikmyndasýningu í Mexíkóborg 1976 réðist Vargas Llosa á Márquez og kýldi hann kaldan. Eftir slagsmálin tók ljósmyndarinn Rodrigo Moya þessa skemmtilegu mynd af Márquez með glóðarauga.