Bandaríska kvikmyndafyrirtækið MGM gerði árið 1932 athyglisverða ferðamynd um Argentínu og Buenos Aires. Á þeim árum bjuggu aðeins 2 milljónir manna í borginni, en í dag eru borgarbúar um 14 milljónir talsins ef öll úthverfi eru talin með.

 

Í þessari mynd – sem ber nafnið „Rómantíska Argentína“ – birtist okkur einkennilega björt og falleg sýn af Argentínu árið 1932 miðað við að þá var landið á barmi gjaldþrots eftir kreppuna miklu og að valdarán hafði verið framið árið 1930. Hægrisinnuð herforingjastjórn stjórnaði landinu fram til 1943 en stjórnartíð hennar er iðulega kölluð alræmdi áratugurinn og minnst fyrir mannréttindabrot, kosningasvindl og geysimikla spillingu.

 

En það er engu að síður áhugavert að sjá götur þessarar suðuramerísku stórborgar fyrir 79 árum síðan.