Þessi fífillaga skáli var reistur til að hýsa framlag Bandaríkjamanna til heimssýningarinnar í Montréal árið 1967 og nefndi arkitektinn Buckminster Fuller hana Anne’s Taj Mahal í höfuðið á eiginkonu sinni – í tilefni af hálfrar aldar brúðkaupsafmæli þeirra.

 

Þema skálans var bandarísk sköpunargáfa og samanstóð sýningin að miklu leyti af Hollywood glingri og munum tengdum geimferðunum.

 

Eftir að sýningunni lauk urðu gallar í hönnuninni æ meira áberandi. Burðarvirkið þoldi illa kanadíska veðráttu, erfitt var að hita risavaxna bygginguna og lekar voru algengir. Við viðgerðarvinnu árið 1976 kviknaði í út frá logsuðutæki og brann allt ytra lagið á innan við hálftíma.
 

Bruninn 20. maí 1976

Það var ekki fyrr en 1995 að byggingin varð aftur aðgengileg almenningi – nú sem safn tileinkað umhverfisvernd, einkum lífríkinu í Great Lakes-vötnunum. Ytri húðin sem fylgdi upprunalegu hönnuninni var hins vegar ekki endurgerð.
 

Anne's Taj Mahal - eða Biosphére, eins og það heitir nú

Arkitektinn Buckminster Fuller lést árið 1983 í heimsókn til krabbameinssjúkrar eiginkonu sinnar á spítala í Los Angeles. Henni hafði verið haldið sofandi um skeið og Buckminster sat við hlið hennar og hélt í hönd hennar.
 
Skyndilega fannst honum eins og hún væri að kreista hönd sína. Hann stóð því næst upp og fékk hjartaáfall – um klukkustund síðar var hann látinn. Eiginkona hans til 66 ára lést tveimur dögum seinna.