Berit Wallenberg (1902–1995) var sænskur fornleifa- og listfræðingur. Hún átti farsælan fræðaferil en er einnig minnst fyrir ljósmyndir sem tók hún á ferðalögum sínum í Svíþjóð og erlendis.

 

Berit á ferðalagi í Þýskalandi árið 1921.

Hún hóf að taka myndir á unglingsárunum og notaði myndavélina alla ævi sem vinnutæki við rannsóknir sínar á listmunum, arkitektúr og fornminjum.

 

Þessar myndir þykja nú hafa mikið varðveislugildi og eru geymdar hjá Þjóðminjaverði Svía (Riksantikvarieämbetet).

 

Berit Wallenberg ferðaðist sumarið 1930, 28 ára gömul, til Íslands og fylgdist með þjóðhátíðinni sem haldin var á Þingvöllum til að minnast þess að 1000 ár væru liðin frá stofnun Alþingis. Berit tók þessar myndir þar.

 

Hún var náskyld Raoul Wallenberg, sænska stjórnarerindrekanum er bjargaði lífi tugþúsunda ungverskra gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni en lést svo með afar dularfullum hætti í haldi Sovétmanna eftir stríðslok.

 

Myndin sem birtist efst sýnir hið mjög umdeilda hestaat sem fram fór á hátíðinni, í fyrsta sinn á Íslandi í margar aldir.