Kalínín-breiðgata í Moskvu 1977 skartar rússnesku skammstöfun Sovétríkjanna, CCCP, Союз Советских Социалистических Республик eða Soyuz Sovetskikh Sotsialisticheskikh Respublik. Á hinni myndinni sjáum við götuna í nútímanum. Hún var endurnefnd Nýja Arbat-breiðgata eftir hrun Sovétríkjanna.

Mikhaíl Kalínín var einn af stofnendum Sovétríkjanna og þó að hann félli í skugga Leníns og Stalíns var hann að nafninu til forseti ríkisins frá 1919 til 1946.

Via Reddit.