Loksins er leitinni að minnsta kameljóni heimsins lokið. Þýskir vísindamenn við rannsóknarstörf í norðurhluta Madagaskar komu nýlega auga á þennan litla náunga sem fengið hefur latneska heitið Brookesia micra.

 

Þessi kameljón verða einungis 29 mm löng í allra mesta lagi og geta því auðveldlega haft það náðugt á eldspýtuhaus. Þau kjósa þó helst að búa um sig í laufum eða á trjágreinum.

 

Smákamelljónið fundu vísindamennirnir á lítilli eyju við strendur Madagaskar og þeir telja að smæðina megi ef til vill rekja til þess sem þeir kalla ‘eyju-dvergvaxtar’. Þá bregst dýrategund við takmörkuðu búsvæði — eins og til dæmis á lítilli eyju — með því að minnka og minnka.

 

 

Á Madagaskar býr einnig heimsins minnsti prímati, hinn undursamlegi Músalemúr frú Berthe. En þrátt fyrir agnarsmæðina hreppir madagaska smákameljónið ekki titilinn heimsins minnsta skriðdýr. Það mun vera Jómfrúreyjagekkó, sem hér sést á bandarískum tíusentapeningi: