Hér fyrir ofan snertir hópur blindra barna uppstoppaðan rostung til að þau geti loksins „séð“ hvernig hann lítur út.

 

Árið 1913 skipulagði John Alfred Charlton Deas, safnstjóri á aðalsafninu í borginni Sunderland á Norður-Englandi, sérstaka dagskrá fyrir blind börn. Hann bauð börnum úr Sunderland Council Blind School á sérstaka „snertingardaga“ þar sem safngripirnir voru skoðaðir vandlega með snertiskyninu einu.

 

Hugmyndin sló í gegn, börnin voru alsæl og safnstjórinn fór fljótlega að bjóða fullorðnu blindu fólki á samskonar snertingardaga.

 

Sem betur fer voru teknar ljósmyndir af þessum undursamlegu stundum í Sunderland Museum sem varðveittar eru í sýslusafni Tyne og Wear.

 

„Starf J.A. Charlton Deas hjá Sunderland Museum var ákaflega aðdáunarvert. Brennandi áhugi hans fyrir menntun blindra og eldmóður þegar hann aðstoðaði blind börn hafði mikil áhrif á heimsmynd þeirra,“ segir í umsögn safnsins um þessar 99 ára gömlu myndir.

 

Hópur blindra barna úr blindraskólanum í Sunderland með kennara sínum í Sunderland Museum. Sex drengir sitja á ljóninu Wallace, krúnudjásni náttúruminjadeildar safnsins.

 

 

Blindir krakkar nota snertiskynið til að kynnast krókódílum og skjaldbökum.

 

Blind stúlka uppgötvar furður fjaðurhamsins.

 

Hvernig skyldu ísbirnir vera? Mjög stórir greinilega!

 

Í kjölfar vinsælda dagskrár Sunderland Museum var blindum á fullorðinsaldri boðið á safnið fyrir samskonar dagskrá. Hér er beinagrind af manni kynnt til sögunnar.

 

Maður skoðar beinagrindina. Hann „sér“ með því að snerta .

 

Flugvélarmódel rannsakað gaumgæfilega.

Brynvarin blind börn.

 

Blindir herramenn kanna skotvopnin á safninu.

 

Furðulegar í laginu þessar byssur.

 

Kennarinn og blindu börnin þreifa á forsögulegum kanó

 

Þau kynntust líka sjálfum Búdda.

Hluti dýranna sem blindu börnin fengu að skoða.

 

Á söfnum leynist ýmislegt skemmtilegt.