Hallgrímskirkja í Vindáshlíð í Kjós var áður í Saurbæ áður en sóknarnefndin þar „afhenti sumarstarfi KFUK í Reykjavík sína gömlu kirkjubyggingu til eignar án endurgjalds sumarið 1957 er ný kirkja hafði verið byggð og vígð í Saurbæ það sama sumar, en byggingin hafði verið guðshús Saurbæjarsóknar frá árinu 1878,“ eins og kemur fram á Wikipediu.

 

„Kirkjan var svo flutt á flutningavagni upp í Vindáshlíð mánudaginn 23. september 1957 og kom þann 24. september um kvöldið þangað eftir einstaka ferð sem í dag er talið mikið verkfræðilegt afrek miðað við tækni þess tíma.“ Eins og sést á þessum frábæru ljósmyndum sem Lemúrinn fann hér.

 

8478770415_0c31238807_b