Vídjó

Þýska kvikmyndagerðarkonan Leni Riefenstahl er þekktust fyrir að hafa starfað fyrir Adolf Hitler á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina en hún gerði heimildarmyndirnar Sigur viljans og Olympiu. Var hún áróðursmeistari eða einstakt og ómetanlegt vitni um sturlað tímabil í þýskri sögu?

 

Hún svarar spurningum um kynni sín af Hitler og lýsir ótrúlegum ferli sínum í þessum viðtalsþætti sem þýska sjónvarpskonan Sandra Maischberger gerði árið 2002.

 

Leni var hvorki meira né minna en 100 ára gömul! Þá vann hún við síðustu kvikmynd sína Impressionen unter Wasser, magnaða köfunarmynd með efni sem hún hafði kvikmyndað sjálf í köfunargalla í heitum sjó víða um heim.

 

Leni Riefenstahl lést árið 2003, 101 árs að aldri.