„Frá Kolviðarhóli eru tvær leiðir á Hengil fjölfarnastar, eða öllu heldur þrjár.

 

Beinasta leiðin er sú, að ganga upp Sleggjubeinsskarð, talsvert erfiðan bratta óvönum, og hin leiðin er „milli hrauns og hlíða“, sem kallað er, og má þá hvort heldur vill ganga upp Hellisskarð eða aka i bifreiðinni upp fyrir Hveradali og beygja svo til vinstri inn með fellunum.

 

Hvorttveggja þessara síðarnefndu leiða er milli hrauns og hlíða.

 

En þegar að því kemur að ganga á Hengilinn sjálfan, er farið upp með árfarvegi þeirrar ár, sem margir kannast við úr Ölfusinu og er kölluð Varmá þar.

 

Lengsta æð hennar kemur úr Hengli og þaðan hefir hún „hitann úr“ eins og þar stendur. Myndin er tekin skamt fyrir neðan Ölkelduháls, þar sem áin sveigir til suðurs, nokkru neðar er hverinn, sem blasir við sýn eftir endilöngum Innstadal.

 

Ljósmynd Kj. Ólafsson augnlæknir.“

-Fálkinn, 24 apríl 1942.