Pólland var vígvöllur seinni heimsstyrjaldarinnar allt frá fyrsta degi hennar, hinn fyrsta september 1939 til stríðsloka í Evrópu í maí 1945. Talið er að sex milljónir Pólverja hafi látið lífið í stríðinu. 90 prósent grunnstoða samfélagsins voru rústir einar þegar átökunum lauk. Borgir, bæir, vegir, brýr, lestarteinar, hafnir; nær allt hafði verið eyðilagt með sprengjuregni heimsstyrjaldarinnar.

 

Eftir stríðið stóð varla steinn yfir steini í höfuðborginni Varsjá. Enda var það yfirlýst markmið nasista að gjöreyðileggja hana. Heinrich Himmler, foringi SS-sveitanna, sagði eftirfarandi á fundi í október 1943: „Varsjá verður að hverfa með öllu af yfirborði jarðar. Hún skal aðeins vera samgöngumiðstöð fyrir Wehrmacht (þýska herinn). Allar byggingar borgarinnar skulu vera látnar hrynja til grunna.“

 

Þessi ósk nasista varð að veruleika, eins og við sjáum á litmyndunum hér, sem teknar voru í Varsjá árið 1947. Flest hverfi borgarinnar voru eyðilögð, þar á meðal nær allar sögulegar byggingar hennar. Myndirnar tóku bandarískir arkitektar en þeir ferðuðust um Evrópu sumarið 1947 til að meta umfang eyðileggingarinnar og veita ráðleggingar um uppbyggingu borganna.

 

Um leið og stríðinu lauk hófu Pólverjar endurbyggingu höfuðborgar sinnar og voru margar sögulegar byggingar reistar í upprunalegri mynd.

 

Pólska skáldkonan Wisława Szymborska, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1996, lýsti andrúmsloftinu eftir stríðið í ljóðinu Endir og upphaf. Upphafslínur þess eru svohljóðandi í þýðingu Geirlaugs Magnússonar:

 

Að loknu hverju stríði
þarf að taka til.
Hlutir komast ekki
í samt lag af sjálfu sér.
Varsjá 1947.

 

 

Varsjá 1947.

 

Varsjá 1947.

 

Varsjá 1947.

 

Varsjá 1947.

 

Varsjá 1947.

 

Varsjá 1947.

 

Varsjá 1947.

 

Varsjá 1947.

 

Varsjá 1947.

 

Varsjá 1947.

 

Varsjá 1947.

 

 

 

Varsjá 1947.

 

 

 

Varsjá 1947.

 

Varsjá 1947.

 

Varsjá 1947.