Vídjó

Ef öllu gulli sem mannkynið hefur gegnum tíðina grafið upp úr jörðinni yrði safnað saman á einn stað þá myndi það rýmast í 20 x 20 x 20 metra teningi og vega um 170 þúsund tonn, andvirði rúmlega 10 þúsund milljarða bandaríkjadollara (eða um 1.300.000.000.000.000 íslenskar krónur).

 

Þáttagerðarmenn fengu sérlegan aðgang að gullhvelfingunni undir Englandsbanka og í myndbandinu hér að ofan fáum við að sjá rúmlega 300 tonna gullforða bankans í allri sinni dýrð.

 

Gullforði Seðlabanka Íslands er u.þ.b. 2 tonn, eða um 6 grömm á hvern Íslending.  Það gerir hann að 95. stærsta opinbera gullforða heims, stærri en gullforðar Albaníu, Jemens og Hondúras.

 

Til gamans má sjá hér að neðan lista yfir 20 stærstu gullforða heims og heildarmagnið af gulli sem þeir geyma (í tonnum):

 

8.133   Bandaríkin

3.391   Þýskaland

2.814   Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS)

2.451   Ítalía

2.435   Frakkland

1.054   Kína

1.040   Sviss

937   Rússland

765   Japan

612   Holland

557   Indland

502   Evrópski seðlabankinn (ECB)

423   Tævan

382   Portúgal

363   Venesúela

323   Sádí-Arabía

314   Tyrkland

310   Bretland

286   Líbanon

281   Spánn

 

 

Heimild:  World Gold Council, World Official Gold Holdings, January 2013.