Vídjó

Uxi, Kirkjubæjarklaustur, verslunarmannahelgin 1995. Hér sjáum við stórskemmtilega heimildarmynd eftir Arnar Knútsson, Kristófer Dignus og Örn Marinó Arnarson, sem flytur okkur þennan hátind tíunda áratugarins í allri sinni dýrð.

Þrátt fyrir að hátíðin hafi klúðrast á marga vegu, sérstaklega hvað varðar aðsókn (gestir voru ekki nema um 4.000) hefur Uxi 95 lifað í minningunni sem einn helsti menningarviðburður tíunda áratugarins.

Fram komu Björk, Aphex Twin, The Prodigy, Drum Club, Technova, Chapterhouse, 3toOne, Poppland, Kusur, Atari Teenage Riot, Blue, GCD, Unun, Páll Óskar, J-Pac, Funkstrasse, T-World, Niður, Bandulu, Innersphere, Bubbleflies, SSSól, Olympia, Lhooq, Exem.

Morgunblaðið birti myndir frá Uxa fyrir nokkrum árum. © Einar Falur Ingólfsson.

Plötusnúðar: Charlie Hall, Tony Sapiano, J.Saul Kane, James Lavelle, Craig Walsh, Sherman, David Hedger, Kris Needs, Andrew Currley, Jón Atli og Þossi. Bobbie Gillespie, söngvari Primal Scream, kom einnig fram sem plötusnúður ásamt Andrew Innes, gítarleikara sveitarinnar.

Prodigy-maðurinn Keith heitinn Flint (1969-2019) var aðalmaðurinn á Kirkjubæjarklaustri. ©Einar Falur Ingólfsson.

Seinni hluti:

Vídjó

Eitt og annað:

Vídjó


Vídjó

Uxi, úr krana. Mynd: Rúnar Brynjar Einarsson‎


Aphex Twin

Aphex Twin á Uxa 95. Þessi mynd birtist af breska raftónlistarmanninum Richard D. James í Mogganum skömmu eftir útihátíðina. Árni Matthíasson ræddi við kappann.


„BAKSVIÐS á Uxatónleikunum við Kirkjubæjarklaustur um síðustu verslunarmannahelgi var örtröð fjölmiðlafólks, poppara, plötusnúða, rokkara og gjálífisfylgifiska. 

Eins og ævinlega við slíkar samkomur er tilgangurinn öðrum þræði að berja stjörnurnar augum, ekki síst á samkomu eins og Uxanum, þar sem fjölmargar erlendar stjörnur komu sem gestir eða skemmtikraftar. 
Öðru hvoru mátti sjá að nú var einhver merkilegur að koma; samræður lögðust nánast af og viðstaddir urðu eirðarlausir. Þegar stjarnan kom svo á staðinn í bílalest þyrptist fólk að til að betja hana augum og margir til að komast í nánari snertingu. 

Þegar hinsvegar Richard D. James kom á staðinn var það án húllumhæs, fölleitur hæglátur ungur piltur, síðhærður, með hárið í tagli, og skegghýjung. 

Hann barst ekki á og talaði í hálfum hljóðum við umsjónarmenn. Svo óstjörnulegur var hann að þegar komið var að honum að skemmta neitaði öryggisvörður að hleypa honum á svið; taldi víst að þetta væri einhver lúði utan úr bæ.

Stjörnuliðið sýndi honum og lítinn áhuga, vissi líklega ekki að þar fór einn merkasti tónlistarmaður síðustu ára að mati tónlistartímaritsins Rolling Stone, tónlistarmaður sem er að skapa klassík fyrir næstu kynslóðir að mati New York Times, tónlistarmaður sem bresk tónlistarblöð kalla hinn nýja Mozart og eina snillinginn sem danstónlistin hafi getið af sér.

„Ég gef bara út til að græða peninga,“ segir hann, „svo ég hafi næði til að semja tónlist og taka upp. Mér væri sama þó ég ætti aldrei eftir að gefa út annað lag, ég sem tónlist eingöngu fyrir mig,“ segir hann hiklaust.“

UXI 95 Hvar ertu????

Þessi notandi á undirsíðunni Djammið á Huga.is skrifaði um Uxa árið 2001: