Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu sést hér í Nike-galla á miðri mynd, í Sviss árið 1998. Drengurinn, þá 14 ára, var nemi í Liebefeld-Steinhölzli skólanum í Köniz, og gekk undir dulnefninu Pak-Un. Pilturinn var mikill áhugamaður um körfubolta og krotaði myndir af hetjunni Michael Jordan í skólabækurnar.

Vera hans í Evrópu var leyndarmál og skólafélagar og kennarar héldu að hann væri sonur norðurkóreskra diplómata. Lemúrinn mælir með nýrri bók um leiðtogann, „The Great Successor: The Divinely Perfect Destiny of Brilliant Comrade Kim Jong Un“ eftir Önnu Fifield.