Í þetta sinn skoðar Lemúrinn ólíkar birtingarmyndir kynjanna. Við ferðumst með útlenskum ungum konum sem bjuggu í Reykjavík fyrir hundrað árum og klæddust buxum, sem í þá daga þótti hneykslunarvert.

 

Lemúrinn skoðar líka klæðskipti á öldum áður, en transvestismi á sér mun lengri sögu en flestir halda.

 

Umsjónarmenn þáttarins eru Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson.