Lemúrinn heimsækir Svínastíuna, helstu krá Reykjavíkur í lok nítjándu aldar, sem var ekki mjög geðslegur staður.

 

Einn fastagesta þar seldi læknanemum líkið af sér. Hann fékk borgað fyrirfram og drakk fyrir andvirði skrokksins á sér á Svínastíunni.

 

Læknanemar þurftu nauðsynlega á líkum að halda fyrir krufningar, því erfitt var að þekkja líkamann nema með því að skera hann í sundur og skoða hann þannig hátt og lágt. Vesenið var að fá lík voru á lausu og því gat þessi fastagestur Svínastíunnar komið sínu líki í hátt verð.

 

Eitt sinn barst sú fregn að hann væri dauður og læknanemar hlupu af stað til að ná í líkið. En þá var maðurinn bara áfengisdauður.