Írsk kona með riffil í hönd bendir í áttina að Belgíu í logum og spyr karlmann „Ætlar þú að fara, eða mun ég neyðast til þess?“ Áróðursmynd þessi birtist á opinberum stöðum í Írlandi skömmu eftir að fyrri heimsstyrjöldin braust út haustið 1914. Höfundur er ókunnur.

 

Írland allt heyrði á þessum tíma undir Stóra-Bretland. Rúmlega tvö hundruð þúsund Írar, bæði mótmælendur og kaþólskir, hlýddu kalli breska ríkisins og skráðu sig í herinn. Um 35 þúsund þeirra létust í skelfilega mannskæðu átökum vesturvígstöðvanna.