Vídjó

Dagur Sigurðarson ljóðskáld (1937-1994) flytur ljóðið „Sælu“, sem birtist upphaflega í safninu Níðstaung hin meiri árið 1965. Klippa úr heimildarmyndinni Dagsverk. „Þegar myndin gerist hefur Dagur engan fastan samastað. Hann vaknar á sófa heima hjá kunningja sínum og þegar náttar leitar hann aftur gistingar hjá vinum. Myndin segir frá viðburðum dagsins: heimsókn Dags til ungrar dóttur sinnar, læknisskoðun, matarboðum og æsilegum gjörningum með listamönnum næturlífsins svo eitthvað sé nefnt.“

 

Sæla

Ég elska þig, ég elska þig og drulluhjallinn, Dísa.
Að dúsa hér í ljósleysi er unaðslegt með þér
þótt hitinn af sé tekinn og tuggin öll vor ýsa.
Ég tileinka þér kvæðisstúf sem betri er en smér.

Sælt er að vera fátækur og fyllitúnglin borða
í fúkka og rottugángi, ó elsku Dísa mín
næra krakkasubburnar á sólarlagsins forða
og sýngja hátt í klæðleysi um ástir gull og vín.

 

Og hér flytur Dagur „Passíusálm (til Alfreðs Flóka)“:

Vídjó

 

Látum þetta samstarfsverkefni Dags og Þórs Eldon líka fylgja með:

Vídjó