Tískumógúllinn háaldraði með sólgleraugun og leðurgrifflurnar, Karl Lagerfeld, settist á dögunum í sófann hjá frönskum sjónvarpsmanni og sagði honum allt af létta um erfðamál kattarins Choupette, sem er augasteinn Lagerfelds, líf hans og yndi.

 

Choupette er hvít og kelin læða af Búrmakyni með blá augu. Síðan hún kom inn í líf Lagerfelds hefur tilvera hans að mestu snúist um hana. Hún hefur orðið honum innblástur við listræna stjórn Chanel-tískuhússins og að sögn haft áhrif á tískuna sem þar er framleidd. Choupette á sér samtals 90.000 fylgjendur á samfélagsmiðlum, bæði á Facebook, Twitter og á Instagram. Choupette á sér eigin bankareikning og hefur nú verið gerð að erfingja Karls Lagerfeld.

 

Choupette og Karl Lagerfeld.

Choupette og Karl Lagerfeld.

 

Um samband sitt og Choupette segir Lagerfeld: „Ég átti ekki von á þessu. Ég hefði aldrei trúað að svona myndi koma fyrir mig, þannig lagað, að leggja ást á kött. Það er næstum hlægilegt, en samt er ég alsæll. Þegar ég er á ferðalagi læt ég senda mér myndir af henni. Ég vil vera viss um að hún sé glöð og heilbrigð. Dýralæknirinn sagði mér að hann hefði aldrei kynnst nokkrum manni sem væri jafn ofsóknarbrjálaður í sambandi við kött og ég.“

 

Brot úr viðtalinu:

Vídjó

 

Lagerfeld samdi nýlega bók um köttinn sinn, og nefndi hana Choupette, töfrandi líf tískukattar. Hún var gefin út hjá virtu frönsku forlagi, Flammarion, sem einnig gefur út verk rithöfundarins Michel Houellebecq.

 

Choupette fær að ráfa, hoppa og skoppa að vild í þotu Lagerfelds.

Choupette fær að ráfa, hoppa og skoppa að vild í þotu Lagerfelds.

 

Karl Lagerfeld hefur gengið úr skugga um að eftir hans dag verði séð fyrir Choupette. „Hún á dágóða summu inni á reikningi sem ég stofnaði fyrir hana, það er eiginlega arfur. Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá verður henni komið til ákveðins umsjónaraðila sem verður ekki á flæðiskeri staddur,“ sagði Lagerfeld. „Choupette er rík stelpa!“ bætti hann við.

 

Choupette er prinsessan eina í lífi Lagerfelds. Hann klykkti út með litríkri og söguþrunginni tilvísun: „Hefurðu ekki séð málverkið Las meninas, Hirðdömurnar, eftir spænska málarann Velázquez, þar sem spænska krónprinsessan Margarita er í hópi nokkurra hirðmeyja? Já, Choupette er prinsessan Margarita.“

 

I really bring out @giseleofficial’s #beauty. Don’t you think, @voguebrasil?

A photo posted by Choupette Lagerfeld (@choupettesdiary) on

Choupette í örmum brasilísku ofurfyrirsætunnar Gisele.

 

Who would like to join moi for breakfast? The bill is on Daddy! #Choupette #choupettesdiary #Chanel

A photo posted by Choupette Lagerfeld (@choupettesdiary) on

Konunglegur matseðill í höll Lagerfelds.

 

Smile dahhhling or I make you into a #Fendi keychain!

A photo posted by Choupette Lagerfeld (@choupettesdiary) on