Á áströlskum sumarmorgni í desember 1948 fannst lík karlmanns á ströndinni í rólegum strandbænum Glenelg, skammt frá Adeleide.

 

Lögreglumenn bæjarins, þegar þeir mættu á vakt þennan morgun og fréttu af líkfundinum, hafa kannski fyrst hugsað að þetta væri flækingur, eða ein af fyllibyttum bæjarins sem hefði lognast þarna útaf — eða jafnvel einn af ráðsettari bæjarbúum sem hefði fengið sér einum of mikið neðan í því þessa sumarnótt, með hræðilegum afleiðingum.

 

Þá gat auðvitað ekki grunað að þeir væru að hefja rannsókn á einu dularfyllsta sakamáli í sögu Ástralíu, máli sem næstum sjö áratugum síðar yrði enn óupplýst, og við sögu kæmi ferðataska í hólfi á lestarstöð, dulmál og forn persnesk ljóðabók.