Árið 1928 fór 15 ára danskur drengur í heimsreisu á vegum dagblaðsins Politiken. Belginn Hergé notaði hann sem fyrirmynd að Tinna.

 

Þetta er eins og að sjá ljósmynd af minningu sem átti sér ekki stað. Tinni sjálfur, í fötunum sínum, þessum framandlegu klæðum frá þriðja áratugnum, hann er hér á ljósmynd. Hvað næst? Ljósmynd af jólasveinunum? Grýlu? Múmínálfunum?Tintin-revue-de-presse

 

En þessi piltur var til á undan Tinna. Þetta er Palle Huld. Hann varð hlutskarpastur í samkeppni sem Politiken hélt í Danmörku en um þúsund drengir sóttu um. Hún snerist um að finna pilt (stúlkum var ekki leyft að vera með) sem myndi fara í heimsreisu til minningar um franska rithöfundinn Jules Verne sem skrifaði bókina Umhverfis jörðina á áttatíu dögum. 

 

Hinn 15 ára Palle lagði af stað frá Kaupmannahöfn 1. mars 1928. Reglur leiksins voru að hann myndi ferðast einn og óstuddur umhverfis jörðina á 46 dögum án þess að ferðast með flugvélum. Palle fór til Englands, Skotlands, Bandaríkjanna, Kanada, Japan, Kóreu, Kína, Sovétríkjanna, Póllands og Þýskalands. Hann sneri heim eftir 44 daga og var hylltur sem hetja.

 

Screen Shot 2014-06-04 at 5.58.53 PM

Lesbók Morgunblaðsins, apríl 1928.

 

Palle Huld gerðist síðar leikari og lék í fjölmörgum dönskum kvikmyndum, til dæmis einni mynd um Olsen-gengið. Hann lést 98 ára að aldri 2010. Hér er viðtal við hann frá 2009:

 

Vídjó

 

Tinni sjálfur er hins vegar síungur eða hvað? Hann varð til 1929 þegar Georges Remi, betur þekktur sem Hergé, belgíski skapari hans skrifaði og teiknaði söguna Tinni í Sovétríkjunum. Palle Huld var ekki eina fyrirmyndin að Tinna. Hergé steypti hann úr fjölda manna sem hann þekkti úr sögum og í lifanda lífi.

 

En hvaða drykkfelldi sjóari var fyrirmyndin að Kolbeini kafteini?

 

Í Dularfullu stjörnunni komu Tinni, Kolbeinn og Tobbi við á Akureyri!

Í Dularfullu stjörnunni komu Tinni, Kolbeinn og Tobbi við á Akureyri! Mynd frá skemmtilegu íslensku bloggi um Tinna: tinnatud.blogspot.com

 

Auglýsing frá 1977.

Auglýsing frá 1977.