„Þetta var algjört kynferðislegt stjórnleysi. Sem er alltaf dásamlegt“ – John Waters.

 

Evrópubúar studdu hina skeggjuðu dragstjörnu Conchitu Wurst til sigurs í Eurovision fyrir stuttu. Conchita er skeggjuð dragdrottning og miðað við komment á Feisbúkksíðu hennar kemur það fjölda þröngsýns fólks í opna skjöldu sem finnst það þurfa að tjá sig um meinta úrkynjun. Conchita er alls ekki sú fyrsta í heiminum til að skarta skeggi í sinni draglist.

 

Á hippatímanum var dragkommúna í San Francisco sem kallaði sig The Cockettes og tróð upp með sýkadelískum sýrukabarettum. Dragið snerist ekki einungis um að karlar klæddu sig sem konur og öfugt – heldur voru búningar og smink notað til að skapa heillandi verur sem engu máli skipti hvors kynsins voru.

 

5

 

Þessi maður gekk undir nafninu Hibiscus. Hann var einn af stjörnum kommúnunnar, og er það sem í dag væri kallað listrænn stjórnandi. Hann leit á drag og dóp sem leið til að frelsa sálina. Fyrsta „framkoman“ hans sem vakti athygli var 21. október 1967: Hann er George Harris, ungi maðurinn í rúllukragapeysunni sem setti blómin í byssuhlaupin á þessari þekktu og áhrifaríku mynd:

 

Flower_Power_by_Bernie_Boston

 

 

Árið 2002 var heimildamyndin The Cockettes frumsýnd og vann til verðlauna til dæmis á Sundance-kvikmyndahátíðinni og alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín. Heimildamyndin er stórskemmtileg, og frásagnarstíllinn er sérstakur: Fáum eftirlifandi listamönnum ber saman um eitt eða neitt, bæði er langt um liðið og neysla ofskynjunarlyfja og annarra eiturlyfja var hluti af lífsstíl kommúnunnar sem gæðir frásögnina lífi.

 

 

9

 

628x471

 

2747_large

 

The Cockettes at the Bush Street House

 

cockettes

 

cockettes16

 

cockmakeup3

 

hibiscus

 

Hisbicus header 2

 

large

 

Photo-6-Scrumbly-and-Link-in-the-Field-of-Lavender

 

scan2

 

sweetpam_lg

 

the_third_eye_steven_arnold_luminous-procuress_12.980x0