Vídjó

Þetta stutta breska fræðslu/áróðurs-myndband frá stríðsárunum er úr British Pathé filmusafninu og ber heitið „Lord Gort on Iceland“.

 

Gort lávarður var hershöfðingi í breska hernum og hafði fyrr á árinu leitt herdeildirnar sem börðust í sögufrægu orrustunni við Dunkirk. Í myndbandinu greinir hann frá aðstæðum á Íslandi við heimsókn sína og við sjáum myndskeið af breskum hermönnum að blanda geði við eyjarskeggja. Gort segir heimamenn vera vinalegt og gestrisið fólk.