Lemúrinn fjallar um ófreskjur og aðrar furðuskepnur – meðal annars ógurlegt leirmenni skapað með göldrum og sæskrímsli sem varð á vegi íslensks bónda árið 1854. Þá er fjallað um furðuleg skrímsli á sjónvarpsskjánum, til dæmis klósettskrímslið í X-Files.
Header: Útvarp Lemúr
Útvarp Lemúr geymir útvarpsþætti Lemúrsins hjá RÚV og hlaðvarpsþætti hjá Kjarnanum. Hér má finna alla þættina á einum stað, en þeir fjalla um nánast allt milli himins og jarðar!

Umsjónarmenn eru ritstjórn Lemúrsins. Fyrsta þáttaröðin, sem var dagskrá á Rás 1, fékk fimm stjörnur í umfjöllun DV. Sumarið 2014 var Leðurblakan á dagskrá á Rás 1, en hún var einnig á vegum Lemúrsins. Loks gerði Lemúrinn hlaðvarpsþætti fyrir Kjarnann 2015.
Vera Illugadóttir, einn af ritstjórum Lemúrsins, heldur svo úti þáttunum Í ljósi sögunnar á RÚV.

Hvað er í útvarpinu?
Meira á Lemúrnum
Meira á Lemúrnum
-
Reg Presley. Rokkgoðsögn. Múrari. Geimverusérfræðingur!
-
Woodstock 50 ára – Myndaþáttur frá frægustu útihátíð allra tíma
-
„Það hræddi svartur maður hana móður mína“
-
Vistvegir hjálpa dýrum að komast óhult yfir mannvirki
-
Síðumúlafangelsi og jól í Hegningarhúsi: Skemmtilegar myndir úr fórum fyrrum fangavarðar