1. nóvember 1950 munaði litlu að Harry S. Truman Bandaríkjaforseti yrði skotinn til bana. Við þurfum að ferðast til Púertó Ríkó til að vita hvers vegna ráðist var á hann.

 

Þann 14. júní 2011 heimsótti Barack Obama eyjuna Púertó Ríkó. Það var fyrsta opinbera heimsókn bandarísks forseta til landsins síðan John F. Kennedy heimsótti það fimmtíu árum áður. Eins og venjan er þegar forsetar Bandaríkjanna ferðast, fylgdi honum mikill fjöldi leyniþjónustumanna. Fyrir þá hafði þessi ferð töluverða merkingu enda landið tengt atburði sem markaði tímamót í sögu leyniþjónustunnar.

 

Sjálfstæðisbarátta Púertó Ríkó er blóði drifin.

 

Þótt landið hafi fengið fullveldi frá Spáni árið 1898 gerðu Bandaríkin tilkall til eyjarinnar. Bandaríkjamenn byggðu kröfu sína á friðarsamningum sem þeir gerðu við Spánverja í París eftir að spænsk-ameríska stríðinu lauk.

 

Allt til ársins 1948 fóru bandarískir ríkisstjórar með öll völd í landinu. Undir verndarvæng þeirra mökuðu bandarísk stórfyrirtæki krókinn og stýrðu efnahagi landsins.

 

Utanríkisstefna Theodors Roosevelt Bandaríkjaforseta gekk m.a. út það að tryggja bandaríska hagsmuni í Karíbahafinu.

Utanríkisstefna Theodors Roosevelt Bandaríkjaforseta gekk m.a. út það að tryggja bandaríska hagsmuni í Karíbahafinu.

 

Eins og gefur að skilja vöktu þessi ítök Bandaríkjamanna í Púertó Ríkó mikla óánægju meðal fjölda íbúa landsins. Sú óánægja leiddi til þess að árið 1922 var stofnaður Þjóðernisflokkur Púertó Ríkó en aðalmarkmið hans var sjálfstæði frá Bandaríkjunum.

 

Árið 1937 efndi þjóðernisflokkurinn til friðsamra mótmæla í bænum Ponce þar sem ríkisstjórinn hafði aðsetur sitt. Þegar ríkisstjórinn frétti af mótmælunum bað hann lögreglustjórann í bænum að stöðva þau með öllum tiltækum ráðum.

 

Þessi tilskipun ríkisstjórans ýtti af stað einni blóðugustu atburðarás í sögu landsins. Um leið og mótmælendur hófu göngu sína skaut lögreglan á þá. 17 manns létu lífið í árásinni, þar á meðal ein 7 ára stúlka, og 235 manns særðust.

 

ponce-massacre

 

Þegar fánaberi unglingahreyfingar þjóðernisflokksins var skotinn til bana greip ung stúlka fánann en var jafnóðum skotin niður. Annað ungmenni sem særst hafði í árasinni skreið meðfram jörðinni að húsvegg og skrifaði á hann með blóði sínu„lengi lifi lýðveldið, niður með morðingjana“.

 

Þeir sem flúðu mótmælin voru eltir uppi og skotnir eða barðir með kylfum. Engin vopn fundust í fórum mótmælenda.

 

Þrettán árum eftir blóðbaðið í Ponce fyrirskipaði Albizu Campos, formaður þjóðernisflokksins, að gerð yrði bylting gegn valdhöfum í landinu. Opinberar byggingar voru brenndar og gerð var tilraun til þess að ræna ríkisstjóranum. Allt kom þó fyrir ekki og fjöldi þjóðernissinna létu lífið eftir átök við lögregluna.

 

images

Óeinkennisklæddur lögreglumaður og varnarliðsmaður munda byssur sínar.

 

Alvarlegustu átökin urðu í bænum Jayuya þar sem uppreisnarmenn voru með höfuðstöðvar sínar. Í trássi við lög landsins höfðu þeir dregið fána Púertó Ríkó að húni og lýst yfir sjálfstæði. Bandarísk stjórnvöld brugðust við með því að lýsa yfir herlögum í landinu og fyrirskipuðu loftárás á bæinn. Notaðar voru P-47 sprengjuvélar í árásinni. Átökunum lauk síðan þegar bandaríska þjóðvarnarliðið tók yfir Jayuya.

 

Bandaríska þjóðvarnarliðið hertekur Jayuya.

Bandaríska þjóðvarnarliðið hertekur Jayuya.

 

Og þá komum við að bandarísku leyniþjónustunni og tengslum hennar við Púertó Ríkó. Árið var 1950.

 

Skömmu eftir að átökunum lauk hittust þeir Oscar Collazo og Griselio Torresalo á heimili þess síðarnefnda í New York. Collazo var 36 ára, giftur þriggja barna faðir sem vann í stálverksmiðju. Griselio var 25 ára, kvensamur tveggja barna faðir og atvinnulaus.

 

Oscar og Rosa Collazo.

Oscar og Rosa Collazo.

 

Báðir voru þeir frá Jayuya en höfðu flutt til Bandaríkjanna. Atburðirnir í heimabæ þeirra hafði fengið mikið á þá en systir Torresalo hafði særst í átökunum og bróðir hans tekinn höndum. Þeir ákvaðu því vekja athygli á frelsisbaráttu Púertó Ríkó. Með þeim í ráðum var eiginkona Collazo, Rosa.

 

Áætlun þeirra var djörf svo ekki sé meira sagt.

 

Hugmyndin í stuttu máli var að ráða Harry S. Truman, forseta Bandaríkjanna, af dögum á meðan hann dvaldi í gestahúsi forsetans við Pennsylvania Avenue.

 

Samkvæmt áætluninni sem þau settu saman átti Collazo að ganga niður götuna úr austri á meðan Torresalo gengi öfuga leið í átt að húsinu. Báðir höfðu þeir tímasett göngu sína þannig að þeir myndu mætast samstundis fyrir frama húsið.

 

Collazo átti síðan að skjóta varðmanninn sem stóð í þrepunum fyrir framan húsið á meðan Torresalo tæki út varðhúsið sem stóð vestanmegin við það. Að því loknu átti Torresalo að skýla Collazo á meðan hann skytist upp þrepin til að brjóta gluggana við innganginn svo hægt væri að skjóta þá sem þar voru fyrir innan. Allt þetta átti aðeins að taka þrjár sekúndur.

 

Þegar inn væri komið átti Collazo að greiða þeim leið í gegnum húsið. Báðir gerðu sér grein fyrir því að Collazo yrði líklegast að taka á sig byssuskot ef áætlunin átti að heppnast, en meðal skotvopnanna í húsinu var Thompson-hríðskotabyssa.

 

Blair House. Myndin sýnir atburðarrásina.

Blair House. Myndin sýnir atburðarrásina.

 

Þó áætlunin hafði verið vel skipulögð þá misfórst hún hrapalega. Byssa Collazo stóð á sér þegar hann ætlaði að skóta fyrsta varðmannin en í þann mund sem hann snéri sér við náði Collazo að skjóta hann í hnéð. Þegar einn leyniþjónustumannanna heyrði byssuskotið kom hann út úr húsinu austanmegin og hóf skothríð á Collazo en eitt skotið hitti hann í brjóstið.

 

Torresalo gekk betur í leysa hlutverk sitt og kom varðmanninum vestan megin hússins á óvart. Skaut Torresalo hann til bana með fjórum skotum. Því næst skaut hann tvo aðra leyniþjónustumenn en öðrum þeirra tókst að komast aftur inn í húsið og koma þar með í veg fyrir inngöngu Torresalo.

 

Á meðan öllu þessu stóð hafði Truman lagt sig á annarri hæð hússins. Vaknaði hann við skotbardagann sem átti sér stað rétt fyrir utan herbergisglugga hans. Þegar forsetinn leit út um gluggann stóð Torresalo aðeins um tíu metrum frá honum og þurfti ekki annað en að snúa sér við og skjóta til að takast ætlunarverk sitt.

 

Collazo þar sem hann liggur í blóði sínu fyrir framan húsið.

Collazo þar sem hann liggur í blóði sínu fyrir framan húsið.

 

Leyniþjónustumennirnir voru hins vegar fyrri til að sjá forsetann og hrópuðu á hann að hverfa úr glugganum. Í sömu mund náði einn þeirra að skjóta Torresalo rétt ofan við hægri eyrað og lést hann samstundis.

 

Collazo lifði skotbardagann af og var dæmdur til dauða fyrir tilræðið en Truman lét breyta dómnum í lífstíðarfangelsi. Rósa Collazo sat inni í átta mánuði fyrir þátt sinn í tilræðinu. Eftir að henni var sleppt hóf hún undirskriftarsöfnun til þess að fá dauðadóm eignimanns síns hnekkt en um 100.000 manns skrifuðu undir.

 

Griselio Torresola.

Griselio Torresola.

 

Leyniþjónustumaðurinn Lesley Coffelt, sem skaut Torresalo til bana, lést sjálfur af sárum sínum sem hann fékk í skotbardaganum. Er hann enn þann dag í dag eini leyniþjónustumaðurinn sem hefur látið lífið við störf sín.

 

Einn leyniþjónustumaður lét lífið skömmu eftir að hann hafði bjargað lífi forsetans.

Einn leyniþjónustumaður lét lífið skömmu eftir að hann hafði bjargað lífi forsetans.