Vídjó

Sigurður Johnnie Þórðarson var einn allra fyrsti rokksöngvari Íslands. Eftir að hann tróð fyrst upp í Sjallanum við Austurvöll á sjötta áratugnum sló hann strax í gegn og varð einn aleftirsóttasti söngvari þess tíma.

 

„Sviðsframkoman var óbeisluð og hreyfingarnar voru mátulega villtar og það var nóg til að trylla æskulýðinn á böllunum,“ segir hér.

 

Hér fyrir ofan sjáum við hann í dúndurstuði í þætti Hemma Gunn fyrir um 20 árum. Hann syngur þar með Hemma, strákunum í The Boys og áhorfendum í sal undir glimrandi tónum húsbandsins. Lagið er Buona Sera sem Louis Prima gerði frægt.

 

Hér er ógleymanlegt viðtal sem Helgi Pétursson tók við Sigga. „Hér hjá mér er einn aðalstuðkallinn. Mesti stuðkall Íslands á þessu tímabili. Siggi Johnnie.“

Vídjó

 

Árið 1984 var auglýst rokkhátíð þar sem Siggi kom fram. Orðin lýsa stemningunni vel: „Nú mæta allir sannir rokkarar, taka fram gamla góða lakkrísbindið og greiða í kótilettu með brilljantíni. Konurnar draga fram gamla pilsvíða kjóla og setja tagl í hárið. Síðan verður rokkað upp um alla veggi.“

 

Siggi á Poppminjasafninu. (Mynd: Binni.is)

Siggi á Poppminjasafninu. (Mynd: Binni.is)

 

Hér fer hann í búning og tekur lagið ásamt Helgu Möller.

Vídjó

 

Sigurður var líka liðtækur handboltamaður á árum áður og lék fyrir landsliðið.