Félix Nadar hét réttu nafni Gaspard-Félix Tournachon og fæddist árið 1820. Hann var blaðamaður, rithöfundur og áhugamaður um loftbelgi. Hann er þó frægastur fyrir að hafa verið einn af brautryðjendum ljósmyndatækninnar. Hér sjáum við magnaðar ljósmyndir sem hann tók af ýmsum frægum mönnum í Frakklandi á síðari hluta nítjándu aldar.

 

Nadar var uppátækjasamur og frumlegur í listsköpun sinni. Snúningsjálfsmyndin hans hér er frábært dæmi um það. Hann var einnig fyrstur til að taka loftmyndir úr loftbelgjum.

 

Nadar_autoportrait_tournant

 

„Nadar er hin kyngimagnaðasta framsetning á lífskrafti, sagði franska skáldið Charles Baudelaire eitt sinn. Hér fyrir neðan eru ljósmyndir Nadar af ýmsum frægum listamönnum. Þetta eru myndir sem teknar eru upp úr 1850.

 

Nadar_selfportrait

Sjálfsmynd.

 

1022px-Nadar_1854

Sjálfsmynd Nadar frá 1854.

 

Nadar_atelier_001

Napóleon III, keisari.

 

569px-Georges_Clemenceau_Nadar

Georges Clemenceau stjórnmálamaður, síðar forsætisráðherra Frakka. Þótti harður í horn að taka við gerð Versalasamninganna í lok fyrri heimsstyrjaldar.

 

696px-Charles_Baudelaire

Charles Baudelaire.

 

744px-Alexander_III._Czar_Of_Russia_Nadar

Alexander III Rússlandskeisari.

 

Félix_Nadar_1820-1910_portraits_Jules_Verne

Rithöfundurinn Jules Verne.

 

642px-Émile_Zola_Nadar

Skáldjöfurinn Émile Zola.

 

337px-Ernest_Henry_Shackleton_Nadar

Pólfarinn Ernest Shackleton.

 

Sand-Nadar

Skáldkonan Georges Sand.

 

446px-Henri_Rochefort_Nadar

Henri Rochefort, stjórnmála- og blaðamaður.

 

603px-Auguste_Rodin_1893_Nadar

Myndhöggvarinn Auguste Rodin, skapari Hugsuðarins.

 

EliseeReclusNadar

Élisée Reclus, landfræðingur og anarkisti.

 

Jacques_Offenbach_by_Félix_Nadar_(restored)

Tónskáldið og óperettuhöfundurinn Jacques Offenbach.

 

369px-Claude_Monet_1899_Nadar

Listmálarinn Claude Monet.

 

386px-Édouard_Manet

Málarinn Édouard Manet.

 

420px-Franz_Liszt_photo

Tónskáldið Franz Liszt.

 

605px-Kropotkin_Nadar

Rússneski anarkistinn og vísindamaðurinn Pétur Kropotkin.

 

Dumas_by_Nadar,_1855

Rithöfundurinn Alexandre Dumas. Mynd frá 1855.

 

472px-Paul_Gustave_Dore_by_Felix_Nadar_1855-1859

Listamaðurinn Gustave Doré. Hann er frægastur fyrir frábærar myndskreytingar við Don Kíkóta.

 

Félix_Nadar_1820-1910_portraits_Eugène_Delacroix

Listmálarinn Eugène Delacroix.

 

Claude_Debussy_ca_1908,_foto_av_Félix_Nadar

Tónskáldið Claude Debussy.

 

419px-Louis_Jacques_Mandé_Daguerre_1844_Nadar

Daguerre á ljósmynd. Hann var einn helsti uppfinningamaður ljósmyndarinnar.

 

Sarah_Bernhardt-Nadar_2

Franska leikkonan Sarah Bernhardt sem varð ein frægasta leikkona heims.

 

575px-Charles_Baudelaire_1855_Nadar

Önnur mynd af Baudelaire.