Heimsstyrjöldin fyrri hófst 28. júlí 1914 og lauk 11. nóvember 1918. Talið er að fjöldi hermanna í stríðinu hafi verið um 70 milljónir þegar allt er talið. Nánast öll voldugustu ríki heims drógust inn í hildarleikinn – sem þá var mesta styrjöld mannkynssögunnar. Um 15 milljónir manna dóu. Það var fólk frá fjölmörgum þjóðlöndum og þar á meðal Íslandi.

 

Ríflega 1200 Íslendingar börðust í stríðinu, flestir þeirra fyrir Kanadaher en sumir fyrir Bandaríkjaher. Þó að um Vestur-Íslendinga hafi verið að ræða fæddist um þriðjungur þessara manna á Íslandi. 144 týndu lífi og fjölmargir slösuðust, flestir í hinum mannskæðu orrustum á vesturvígstöðvunum.

 

Árið 1923 var í Winnipeg í Kanada gefin út yfirgripsmikil bók um íslensku hermennina: Minningarrit íslenzkra hermanna 1914-1918. Í bókinni er fjallað rækilega um líf og örlög þeirra Vestur-Íslendinga sem tóku þátt í heimsstyrjöldinni. Bókin, sem er á sjötta hundrað blaðsíður, hefur verið gerð aðgengileg á vefnum hjá Internet Archive.

 

Það er mikilvægt fyrir Íslendinga að geta lesið um fyrra stríð frá sjónarhóli forfeðra okkar. Ekki af því að Íslendingar séu merkilegri en aðrir eða að syrgja beri dauða þeirra á vígvellinum umfram aðra, heldur til þess að veita okkur innsýn í gífurlega þýðingarmikinn atburð í mannkynssögunni.

 

fallnirhermenn

Vesturíslenskir hermenn sem féllu í fyrri heimsstyrjöld.

 

Kannski finnst okkur 100 ár langur tími, en er hann ekki frekar stuttur þegar grannt er skoðað? Fyrir hugskotssjónum okkar sem nú erum uppi er heimsstyrjöldin fjarstæðukenndur atburður og við skiljum ekki hvers vegna hann gerðist. En við megum ekki gleyma að stríðið hefur haft varanleg áhrif á heiminn allt fram á okkar daga.

 

Hvernig var að vera uppi árið 1914? Bókin hefst á ritgerð Þorbergs Thorvaldsonar prófessors um tildrög stríðsins.

 

Ef maður hugsar sér hóp barna að leikjum á ísbreiðu, sem á einu augabragði brotnar í mjöl og steypir börnunum ofan í ólgandi straumiðu til að berjast fyrir lífi sínu, þá fær maður nokkra hugmynd um ástand alþýðumanna í Norðurálfunni, þegar fimm stórveldin, svo að segja á augabragði og fyrirvaralaust, lentu út í styrjöld, sem bráðlega útbreiddist, þar til nær allar þjóðir heimsins höfðu fylkt liði sínu á aðra hvora hlið.

 

Braut sú, sem stórveldin þræddu, hlaut að leiða til styrjaldar fyr eða síðar, og alþýða manna vaknaði snögglega af öllum öryggisdraumunum, þegar herópin gullu við og herkallið kom. Þá var það orðið um seinan að afstýra stríði. Ísinn var brotinn og straumurinn sogaði börnin niður í djúpið. Sum náðu landi, en fjöldi slasaðist eða týndist. Mikið var rætt um að varna því, að þannig lagað slys gæti nokkurntíma aftur komið fyrir. En minni mannkynsins er ekki langvarandi, og börnin eru brátt komin aftur út á nýja ísinn til leikja.

 

Upplýsingar eru til um 1245 Vestur-Íslendinga sem tóku þátt í stríðinu. Af þeim voru 989 í Kanadaher og 256 í Bandaríkjaher. „Kanada var hluti af Bretaveldi og fyrstu kanadísku hersveitirnar gengu til orrustu í mars 1915, við þorpið Neuve-Chapelle nyrst í Frakklandi. Bandaríkjamenn stóðu utan við stríðsátökin þar til 6. apríl 1917 að þeir sögðu Þjóðverjum stríð á hendur. Nær fjórar milljónir Bandaríkjamanna voru kvaddar til vopna. Um sex hundruð þúsund Kanadamenn gegndu herþjónustu en í Kanada var herskylda ekki leidd í lög fyrr en á árinu 1917. Vestur-Íslendingar voru aðeins brotabrot af öllum þeim fjölda Norður-Ameríkubúa sem börðust í þessum mikla hildarleik,“ skrifar Gunnar Þór Bjarnason á Vísindavefnum.

 

Christine Fredericksen eða Kristín Friðriksdóttir var hjúkrunarkona í stríðinu. Við stríðshörmungarnar bættist hin skæða spænska veiki árið 1918 sem dró fjölmarga til dauða. Christine hjúkraði sjúkum hermönnum en veiktist við það sjálf og lést 22 ára að aldri.

 

Screen Shot 2014-04-02 at 4.46.23 PM

 

„Að minnsta kosti 14 vestur-íslenskar hjúkrunarkonur störfuðu við hjúkrun bandarískra og kanadískra hermanna í stríðinu, ýmist í Bandaríkjunum, Kanada eða á hersjúkrahúsum á Englandi og í Frakklandi. Fjórar þeirra voru fæddar á Íslandi,“ skrifar Gunnar.

 

Stríðsbröltið kom mörgum Íslendingum furðulega fyrir sjónir. Skúli Thoroddsen alþingismaður skrifaði í blað sitt, Þjóðviljann, að líta ætti á alla þá sem færu sjálfviljugir í stríðið sem „vitfirringa“.

 

Þjóðviljinn, 4. desember 1915.

Þjóðviljinn, 4. desember 1915.

 

Margir þeirra sem skráðu sig í herinn vildu með því sýna þjóðerniskennd í verki. Nýja föðurlandið, Kanada eða Bandaríkin, ætti skilið að njóta starfskrafta þeirra í stríðinu. Björn Jónsson læknir ritar í Minningarritið:

 

En það er víst, að þátttaka Vestur-Íslendinga í stríðinu hefir í för með sér stórkostlegar afleiðingar fyrir þá sjálfa. Útlendingar verða þeir ekki framar í landi hér. Dýru verði hafa þeir heimilisréttinn keyptan. Sagan segir, að þjóðunum hafi sjaldan orðið ættjörðin kær fyr en þær höfðu vökvað hana blóði sínu. Nú hefir svo farið, að íslenzku blóði hefir úthelt verið fyrir ættjörðina nýju, og nú elskum vér hana ekki með orðagjálfri, heldur blóði, – blóði, jafn heitu og því, er bunaði úr hjarta hermannsins, sem fyrir oss dó. Hörmungar stríðsins, sárin og tárin, hafa keypt oss einlæga ættjarðarást í landi hér.

 

Screen Shot 2014-04-02 at 4.32.34 PMHér á eftir eru úrklippur úr dánarskrá fyrrnefnds Minningarrits íslenzkra hermanna. Þarna eru nokkrir af þeim íslensku hermönnum er létust í fyrra stríði. Smellið á myndirnar til að stækka þær.

 

Screen Shot 2014-04-02 at 4.37.04 PM

 

Screen Shot 2014-04-02 at 4.36.52 PM

 

Screen Shot 2014-04-02 at 4.36.33 PM

 

Screen Shot 2014-04-02 at 4.36.24 PM

 

Screen Shot 2014-04-02 at 4.36.12 PM

 

Screen Shot 2014-04-02 at 4.35.56 PM

 

Screen Shot 2014-04-02 at 4.35.34 PM

 

 

Screen Shot 2014-04-02 at 4.34.36 PM

 

Screen Shot 2014-04-02 at 3.38.23 PM

 

Screen Shot 2014-04-02 at 3.30.04 PM

 

Screen Shot 2014-04-02 at 4.42.48 PM

 

Screen Shot 2014-04-02 at 4.42.13 PM

 

Screen Shot 2014-04-02 at 4.41.16 PM

 

Screen Shot 2014-04-02 at 4.45.29 PM

 

Screen Shot 2014-04-02 at 4.44.42 PM

 

Screen Shot 2014-04-02 at 4.44.26 PM

 

Screen Shot 2014-04-02 at 4.42.59 PM

 

Screen Shot 2014-04-02 at 4.42.32 PM