Þættirnir Samsonadzes fjalla um fjölskyldu í fyrrum Sovétlýðveldinu Georgíu. Á síðustu árum hafa þeir verið vinsælasta sjónvarpsefni landsins. Þeir fjalla um fjölskyldu sem er gul á litinn. Samsonadze-fjölskyldan samanstendur af heimskum heimilisföður, konu hans og tveimur börnum en þau búa í ímyndaðri borg sem þó er nauðalík Tbilisi, höfuðborg Georgíu. Páfagaukur fjölskyldunnar fer með stórt hlutverk.

 

Þrátt fyrir að teiknmimyndaþættirnir séu augljóslega eftirherma Simpsons-þáttanna hefur þeim verið hrósað fyrir beitta þjóðfélagsádeilu. Leti og áfengissýki eru leiðarstef í þáttunum, að sögn handritshöfundarins.

 

Vídjó

 

Í einum þættinum kemur Vladimír Pútín Rússlandsforseti við sögu.

 

Vídjó