Ljósmyndin sýnir mongólska konu í klefa í júlí 1913. Myndin er úr litmyndasafni Alberts Kahn. Víða á vefsíðum er konan sögð hafa verið dæmd til dauða og látin svelta í kassanum. Engar beinar heimildir virðast vera fyrir þessu og þykir nú líklegra að um færanlegan fangaklefa sé að ræða, sem hentaði auðvitað hirðingjum á sléttum Mongólíu.